Upplýsingatækni/Að nota Visual Studio Code
Visual Studio Code
breytaVisual studio Code er textaritill og þróunarumhverfi frá Microsoft. Innbyggðir eiginleikar eru meðal annars kóðaupplýstur (syntax highlighting), lúsarleit (debugging), kóðalúkning (code completion) og fleira.
Sækja hugbúnaðinn
breytaÞað má sækja nýjustu útgáfu með þessari slóð
Notkun
breytaHægt er að nota visual studio code á tvenna vegu.
Einstaka skrár
breytaTil þess að skoða einstaka skrár:
File > Open File > Open
Möppur
breytaTil þess að skoða innihald möppu:
File > Open Folder > Select Folder
Þegar mappa er valin sést innihald hennar í explorer stikunni sem er venjulega á vinstri hlið forritsins.
Nýtt
breytaTil að búa til nýja skrá hægri smellir þú inn í Explorer stikunni og velur "New File" og gefur því nafn. Þá hefur skráin verið búin til í viðeigandi möppu. Ef þú villt ekki vista skránna strax getur þú farið í File > New File og vistað svo ef þú villt.
Virkni
breytaVisual studio code breytir framsetningu kóðans eftir endingartagi á skránni. T.d. ef skráin endar á .js birtir visual studio code kóðan eins og hann sé Javascript.
Hægt er að opna útstöð (Terminal) með því að velja View > Integrated Terminal
Góðar viðbætur
breytaNafn | Lýsing |
---|---|
HTML Snippets | Flýtir gríðarlega fyrir HTML kóðun með því að stinga upp á kóða sem þú ert líklega að fara að skrifa |
ESLint / TSLint | Lætur þig vita ef Javascript(ECMAScript) / Typescript kóðinn þinn inniheldur villur eða vafasamt form. Þú getur sérstillt það eftir þörfum og kóðunarvenjum. Góð leið til að passa að allur kóði í sama verkefni haldi áhveðnu formi þótt margir séu að vinna að honum. |
Python | Varar við villum og leyfir þér að aflúsa python kóða í Visual studio code |
C# | aflúsun fyrir C# kóða. Virkar með .NET CORE |
Vetur | stuðningur fyrir Vue javascript. Kóðaflýtir, Uppstilling, aflúsun og margt fleira |