Upplýsingatækni/Að nota Twitter

Um Twitter

breyta

Twitter er ókeypis netþjónusta sem byggir á örbloggi. Notandur geta sent stutt skeyti (að hámarki 140 slög) sem kallast tweets og birtast þau á notendasíðu höfundar. Notendur geta verið í áskrift hjá öðrum notendum og kallast þá fylgjendur (e. followers). Fylgjendur fá þá send öll skeyti sem notandinn setur inn. Notandi fær val um það hvort allir geta séð skeytin eða aðeins útvaldir vinir. Notendur geta séð tweetin á notendasíðu sinni á netinu eða fengið þau send sem SMS smáskilaboð í símann sinn. Símafyrirtækin gætu þó rukkað fyrir slíka þjónustu. Sú hugmynda að hafa skilaboðin aðeins 140 slög er svo þau passi sem eitt SMS smáskilaboð. Þetta hefur valdið því að skammstafanir og slangur sem eru mjög algeng í SMS smáskilaboðum eru notuð meira á netinu. Twitter nýtur mikilla vinsælda út um allan heim og er oft kallað „smáskilaboðakerfi netsins“.

Að skrá sig á Twitter

breyta

1. Fara inn á Twitter.com

2. Skrá fullt nafn og netfang

3. Velja notendanafn og lykilorð

4. Tómur reitur ætti nú að birtast á síðunni og fyrir ofan hann stendur What Are You Doing (í. hvað ertu að gera)?

5. Nú getur notandinn byrjað að skrifa í reitinn dæmis skrifað um það sem hann er að gera

Hér er hægt að horfa á myndband sem útskýrir stuttlega skráningu og notkun Twitter.com [1]

Að nota Twitter

breyta

Ef notandi er kominn með einhverja fylgjendur þá geta þeir séð það sem hann skrifar. Ef notandi er ekki kominn með fylgjendur, þá getur hann reynt að nálgast þá með því að bæta þeim í hóp fylgjenda í þeirri von að þeir geri slíkt hið sama. Oft er hægt að fylgjast með frægu fólki, ókunnugum eða vinum á Twitter. Til að verða fylgjandi þarf að ýta á FIND PEOPLE (í. findu fólk) og slá inn nöfn þeirra sem þig langar að fylgjast með. Þá kemur upp listi af fólki sem hægt er að fylgjast með. Ef þú finnur einhvern til að fylgjast með skilaboðum frá, þá ýtir þú á follow (í. fylgja). Svo aldrei að vita nema þeir fylgi þér einnig. Ef þú sérð skilaboð frá einhverjum sem þig langar að svara þá getur sett @notendanafn og þá fær þessi notandi skilboðin frá þér og allir hans fylgjendur. Einnig er hægt að senda skilaboðin aðeins á þá sem fylgja þér. Ef þú lendir í vandræðum getur sent spurningar á þína fylgjendur, sem geta örugglega hjálpað þér. Hægt er að setja mynd af sjálfum sér og einnig er hægt að breyta útlitinu á bakgrunninum.


Möguleikar Twitter.com

breyta

Hægt að er nota Twitter í viðskiptum, þar getur byggt upp ímynd fyrir þig eða þitt fyrirtæki. Þá má nýta Twitter í að auglýsa vörur, atburði eða heimasíður. Einnig er hægt að ráða fólk í gegnum twitter sérstaklega hönnuði eða listafólk í freelance verkefni. Hægt er að nota Twitter í kosningabaráttum með því að minna kjósendur á ákveðin málefni eða minna þá á að kjósa. Einnig er hægt að fylgjast með ýmsum fréttaveitum.

Að nýta Twitter í kennslu

breyta

Möguleikar Twitter í kennslu eru margþættir. Kennarar geta til dæmis nýtt sér Twitter til að senda út áminningar vegna verkefnaskila og atburða. Einnig getur kennarinn sent nemendum sínum skilboð ef tími fellur niður eða lestrarefnið breytist. Nemendur ættu líka að geta sent kennara sínum stuttar spurningar um námsefnið og þá gætu allir nemendur notið góðs af svari kennarans. Nemendur eru því ekkert endilega háðir því að þurfa að vera við tölvu heldur geta þeir fengið skilboðin send í símann sinn kjósa þeir þess.


Tenglar

breyta

Twitter [2]

Hvernig á að skrá sig á Twitter [3]