Upplýsingatækni/Að nota TuxWord Smith

Þetta forrit er eins og spilið Scrabble og er hugsað til þess að þjálfa nemendur í að mynda orð og auka orðaforða þeirra. Það besta við þetta forrit er að það býður upp á mörg tungumál eins og t.d. íslensku.

Til að byrja með þarf að niðurhala forritinu í tölvuna og vista það inn í minni hennar. Nauðsynlegt er að renna niður rennilásnum(unzip) sem er á skjalinu. Forritið á að virka bæði fyrir Mac tölvur og PC tölvur.

Síðan er forritið opnað og það fyrsta sem birtist á skjánum er grár bakgrunnur og efst í vinstra horni er flipi sem á stendur Globals.

  1. Fyrir neðan Globals flipann eru Save og Hide hnappar og við hliðina á þeim er hak við Show all og best er að haka í það svo allar stillingar sjáist.
  1. Fyrst er hægt að stjórna hvernig litir eru á borðinu sjálfu og stöfunum og því er hægt að breyta með því að ýta á litina og þá birtist litahringur í litlum valglugga þar sem hægt er að velja litina.
  2. Til þess að festa litinn í uppsetningunni þá þarf að ýta á OK hnappinn sem er hægra megin í valgugganum. Fyrir neðan litina kemur valið á tungumáli og því er breytt með því að ýta á örina sem er hægra megin við kassann.
  3. Fyrir neðan tungumála flipann er flipi sem hægt er að velja hversu margar villur nemandi getur gert áður en hann verður úr leik, þar velur kennarinn fjölda villna(1-100).
  4. Því næst eru stillingar sem heita Fireworks og það eru stillingar á stærð rammanna þar sem stafirnir fara inn í, þetta er í raun ekki nauðsynleg stilling nema útlitið skipti kennarann máli.
  5. Fyrir neðan Fireworks flipana er flipi þar sem hægt er að merkja í hak og við hakið stendur Human player zero og þá er aðal leikmaðurinn manneskjan sjálf.
  6. Fyrir neðan það er hægt að stilla hvort hljóðið sé á meðan nemandi vinnur verkefnið. Þarna þarf einungis að stilla hljóðið af eða á með því að haka í kassann fyrir neðan SOUNDON.
  7. Neðarlega á síðunni er hægt að velja karakterinn sem er í raun andlit leiksins og það er fyrir neðan PLAYER 0 CHARACTER og síðan er hægt að velja annan karekter sem er þá nemandinn en það er í PLAYER 1 CHARACTER.
  8. Þegar kennarinn hefur stillt síðuna eins og hann vill þá ýtir hann á Hide takkann sem er efst á síðunni fyrir neðan Globals flipann. Þá birtist á skjánum svartur bakgrunnur sem á stendur gulum stöfum TUX WORD SMITH og hægra megin eru þrír bláir kassar sem á stendur Admin, Demo og svo Play. Á skjánum birtist mörgæsin með einn lit af stöfum(venjulega eru þeir gulir) og það er tölvan að spila við nemandann sem hefur hvíta stafi og einhvern annan karakter en mörgæs(venjulega annar fugl með gleraugu).

Nemandinn raðar stöfum með því að ýta á þá og færa þá í viðeigandi reit. Ef orðið er rétt þá koma litlir fuglar á stafina og dansa. Efst í vinstra horni eru stigin en mörgæsin heitir Tux og stigin hennar eru lituð gul og síðan stendur You með hvítu og það eru stig nemendans. Til þess að fara út úr forritinu eða fá hjálp þá er ýtt á F4.