Upplýsingatækni/Að nota Trello

Hvað er Trello? breyta

Trello er kerfi til þess að halda utan um verkþætti í stórum og litlum verkefnum. Hægt er að hugsa þetta sem kerfi sem heldur utan um merkimiða með því sem þarf að gera. Hægt er að flokka merkimiðana í mismunandi flokka sem hópmeðlimir skilgreina sjálfir. Hópmeðlimir geta merkt sig á þá verkþætti sem þeir taka að sér að gera. Hægt er að stofan umræður á hverjum verkþætti, flokka verkþætti eftir litum, setja vefsíður á verkþætti og margt fleira.

Hvernig virkar Trello? breyta

Hópmeðlimir byrja á því að búa til Trello borð með heiti verkefnis. Því næst þarf að búa til verkþætti og setja í mismunandi flokka. Dæmi um algenga flokkaskiptingu er: "Þarf að gera" (e. to do), "Í vinnslu" (e. in progress), "Búið" (e. done). Verkþætti er svo auðveldlega hægt að draga á milli flokka til þess að gefa til kynna hvaða stöðu þeir hafa í verkefninu. Það er engin ein leið til þess að nota Trello og má nota það í hvað sem er.

Hvernig má nota Trello við kennslu? breyta

Trello nýtist vel í kennslu þegar nemendur vinna að hópverkefnum. Trello auðveldar yfirsýn og skipulag verkefnis. Einnig getur kennari fylgst með Trello "borðum" nemenda og sér þá hvaða nemendur gera hvaða verkþætti. Það auðveldar kennara að fylgjast með jafnri verkefnaskiptingu á milli nemenda. Trello er eitt af vinsælum verkefnastjórnunartólum sem notað er í fjölda fyrirtækja og skólum um allan heim.