Upplýsingatækni/Að nota Too Noisy

Að nota Too Noisy breyta

Hvað er Too Noisy? breyta

Too Noisy er hljóðstigsmælir hannaður til að hjálpa kennurum að stjórna hljóðstyrk hópa barna í kennslustofum. Þegar hávaðastigið eykst framm yfir viðunandi stig sem kennarinn hefur stillt á þá hækkar mælirinn og bakgruns myndin í forritinu breytist til að endurspegla hávaðann í stofunni. Þegar hávaðinn er of mikill þá hættir broskallinn að brosa og fer í fýlu eða jafnvel fer að gráta og setur eyrnatappa í eyrun.

Hvernig á að nálgast forritið? breyta

Nauðsynlegt er að hlaða forritinu niður í síma eða spjaldtölvu og snúa því þannig að krakkarnir sjá myndirnar. Slóðin á forritið er http://toonoisyapp.com/ . Vefsíðan leiðir í gegnum hvernig hlaða á niður forritinu. Forritið kostar rúmlega 450kr en einnig er útgáfa sem kostar ekkert og heitir Too Noise Lite en hún virkar bara í tölvum en ekki í símum og spjaldtölvum. ókeypis útgáfan er auglýst á síðunni þeirra.

Afhverju ætti kennari að nota Too Noisy? breyta

Forritið er sett upp á mjög þægilegan hátt. Í ókeypis útgáfunni er einungis hægt að nýta sér tölvuna til að sýna krökkum hversu mikill hávaði er að skapast í stofunni. Svo er hægt að borga rúmlega 450kr ef kennari vill setja upp forritið í síma eða spjaldtölvu og jafnvel sett það uppá vegg svo allir krakkarnir sjái mælinn og broskallinn. Það eru mörg góð gagnrýni á vefsíðunni þeirra um hvað þetta hjálpar kennurum að ná stjórn á hávaða nemenda í stofunni og tilvalið fyrir kennara að prufa og sjá muninn eftir að hafa notað þetta forrit.

Kostirnir við að nota Teacher's Pet breyta

Það geta verið margir kostir við að nota þetta forrit. Þetta forrit auðveldar stjórn kennara í kennslustofum, forritið gefur stjörnur eftir hversu duglegir krakkarnir eru að hafa ekki of hátt, kennari getur þá innleit verðlaunakerfi t.d. Ef þau ná að safna nógu mörgur stjörnum í heild þá verður gert eitthvað skemmtilegt í einhverjum tíma.

Ætti kennari að kaupa pro útgáfuna? breyta

Ef kennari notar ókeypis útgáfuna og hún virðist virka þá er tilvalið fyrir kennara að borga nokkrar krónur svo hann/hún geti sett upp forritið í síma eða spjaldtölvu ef kennari telur sig hafa not fyrir þann kost.