Upplýsingatækni/Að nota Tomighty

Um Tomighty og Pomodoro Aðferðin breyta

Pomodoro Aðferðin svokallaða (e. Pomodoro Technique) er aðferð sem fær nafn sitt frá gömlum skeiðklukkun sem voru vinsælar til notkunar í eldshúsum og voru oft í laginu eins og tómatar. Aðferðin er leið til þess að auka framleiðslugeta nemanda eða starfsfólks með því að láta þau vinnu í sérstökum lotum, þar sem einstaklingur einbeitir sér við vinnu eða nám í fyrirfram ákveðinn tíma og tekur svo stutta pásu. Svo heldur nemandinn eða starfsmaðurinn þannig áfram, koll af kolli.

Algengt dæmi um þessa aðferð er að vinna án þess að stoppa í 25 mínútur og svo að taka sér 5 mínútna stutta pásu, en eftir fjórar 25 mínútna vinnulotur þá tekur maður lengri pásu, kannski 15 eða 20 mínútur. Ef haldið er svona áfram, með reglulegri hvíld eftir 25 mínútna einbeitingu að námi eða vinnu, þá telst að einstaklingnum gefst nægan tíma til að einbeita sér án þess að verða of þreyttur og fá svo samt pásu til að hvíla hugann aðeins. Aðferð þessi er vel þekkt um heim allan og er notuð af mörgum í mennta- og atvinnuheiminum.

Tomighty forritið breyta

Til eru margskonar forrit sem hægt er að nota fyrir Pomodoro aðferðina, m.e. öpp fyrir Android og iPhone. Tomighty er einfalt forrit sem hægt er að hala niður og setja upp á Windows eða Mac vélum og notað fyrir þessa aðferð. Forritið er með lítið, þægilegt viðmót sem truflar mann ekki og er með sjálfkrafa stillar 25 mínútna vinnulotur, en leyfir manni að velja stutta eða langa pásu að henni lokinni. Einnig er þó hægt að stilla vinnuloturnar og pásurnar til þess tíma sem telst æskilegt. Forritið má nálgast á www.tomighty.org

Notkunarmöguleikar í kennslu breyta

Fyrst og fremst væri það mögulega góð hugmynd að koma á fót Pomodoro kerfinu í kennslustundum í dag, þar sem margir nemendur eru ekki endilega að fylgjast með heila 40-60 mínútna kennslustundir, hvað þá tvöfaldar kennslustundir sem eiga sér stað á háskólastíginu. Kennara geta komið þessari aðferð á fót þegar við á og hvatt nemendur til að læra í eina vinnulotu og geta svo fengið að gera það sem þeir vilja á meðan á hvíldarlotu stendur. Einnig getur þetta nýst kennurum til að komast í gegnum langan vinnudag sem krefst mikillar andlegrar orku.

Forrit þetta er hægt að setja inn á allar skólatölvur í kennslustofum og kennarar geta fylgst með ásamt nemendur á skjám hver staðan er. Þetta mun virka sem hvatning fyrir kennara og nemendur þegar það er lítið eftir af vinnulotu. Allir munu geta hugsað "Það eru bara 5 mínútur eftir og þá er pása". Vegna þess hversu stuttuar vinnuloturnar eru þá kemur þetta augnablik aftur mjög fljótlega og maður getur haldið sér gangandi og haldið einbeitingu í þetta stutta tímabil. Einnig mun vinnu- og skóladagurinn líða hraðar þegar notast er við þessa aðferð og þetta forrit.

Nemendur sjálfir geta að sjálfsögðu einnig notað forritið, t.d. í öllu námi þar sem fartölvur eru í boði. Hvort sem þeir er í verkefnistíma eða bara að sinna heimavinnunni þá getur þetta forrið komið að góðum notum ef þeir venjast því að nota það reglulega til að halda Pomodoro aðferðinni gangandi.

Svipuð Forrit breyta

Fyrir þá sem eru hrifnari af snjallsímum fyrir svona lagað þá get ég mælt með Focus Keeper fyrir iPhone: Focus Keeper á iTunes og ClearFocus fyrir Android:ClearFocus á Play Store