Upplýsingatækni/Að nota Slack

Hvað er Slack? breyta

Slack er hannað eins og stafrænt vinnusvæði. Slack er gert til að einfalda hópvinnu og samskipti þar á milli. Slack inniheldur teymi sem þú býrð til, vinnusvæði (channels), skilaboð, leit og tilkynningar. Slack notar @(mentions) og #(hashtags) til að halda utan um samræður og þemað í kringum verkefnið. Samræðurnar geta verið annaðhvort opnar eða lokaðar.

Notkunarmöguleikar breyta

Fyrir kennara: breyta

Kennarar geta auðveldlega notað Slack til að að bæta gæði kennslunnar. Auðvelt er að búa til spjall sem kennarar geta tekið þátt í og þá fengið hugmyndir og ráð frá öðrum. Einnig er hægt að setja inn allt um starfsmannafundi þar inn.

Fyrir nemendur: breyta

Nemendur geta notað Slack fyrir hópverkefni. Slack heldur utan um öll samtöl og hver er að vinna í hverju. Þá fá allir í hópnum upplýsingar á sama tíma um hver er að vinna í hverju og hvað er búið að gera. Einnig er Slack sniðugt fyrir bekki. Þá geta bekkir átt sitt eigið spjall og þá deilt eitthverju skemmtilegu meðal hvors annars og þá verður bekkurinn nánari.

Uppsetning: breyta

Til að setja Slack upp þarf fyrst að búa til notenda með netfangi og lykilorði. Eftir að hafa staðfest notendanafnið og lykilorðið geturu sett upp teymið þitt. Þar geturu valið hvort þú munir nota Slack fyrir vinnu, skóla, sameiginleg áhugamál eða annað. Eftir það geturu valið hversskonar fyrirtæki þú vinnur fyrir. Svo veluru hversu stórt fyrirtækið er og hvaða hlutverki þú gegnir innan því. Þá er allt klárt og sett up og hægt er að bjóða starfsmönnum í spjallið.