Upplýsingatækni/Að nota Skype
Hvað er Skype?
Skype er ókeypis hugbúnaður á netinu fyrir tölvur og farsíma sem gerir notendum kleift að hringja símtöl í gegnum Internetið. Símtöl til annarra Skype notenda eru ókeypis en einnig er hægt að hringa í heimasíma og farsíma gegn gjaldi. Einn að þeim hlutum sem hefur stuðlað að vinsældum Skype er möguleikinn á að hringja myndsímtöl í aðra Skype notendur.
Möguleikar Skype í kennslu?
Með því að nota Skype við kennslu getum við fært heiminn nær nemendum og jafnvel sýnt þeim hluti og staði sem þau hefðu annars ekki möguleika á að skoða. T.d. væri hægt að nota Skype til að koma á samskiptum við nemendur í öðrum löndum og nota myndsamtal til að sjá nemendurna og nánasta umhverfi skólans. Einnig gæti verið sniðugt að nota Skype til tungumálakennslu á þennann hátt. Hér fyrir neðan er slóð með upplýsingum á ensku sem gefur frekari hugmyndir um hvernig hægt er að nota Skype til kennslu
50 Awesome Ways to Use Skype in the Classroom
Að nota Skype
Ef þú hefur ekki notað Skype áður þá smellur þú á myndina af Skype á skjánum í tölvunni þinni eða velur myndina af Windows valmyndinni á skjánum þinum.
- Smelltu á Don´t have a Skype name.
- Sláðu in nafnið þitt og veldu þér notendafn (Skype nafn) og lykilorð.
- Síðan fylgir þú leiðbeiningunum (á Ensku) og smellir svo á Sign in til að skrá þig inn og byrja að nota Skype.
Veldu notendanafn og lykilorð sem auðvelt er að muna þannig að þú lendir ekki vandræðum næst þegar þú ætlar að skrá þig inn og nota Skype.
Ef þú hefur notað Skype áður þá opnar þú Skype frá skjánum í tölvunni þinni eða velur myndina af Windows valmyndinni á skjánum þinum.
- Þegar Skype opnast þá smellir þú á boxið undir Skype name og setur notendanafnið þitt (Skype Name) inn.
- Þú gerir síðan það sama til að skrá inn lykilorðið Password.
- Þegar þú ert búinn að þessu þá smellir þú á Sign in og Skype opnast tilbúið til notkunar.
(Ef þú gleymir lykilorðinu þá smellir þú á Forgot your password? slóðina og fylgir leiðbeiningunum sem birtast þar.
Áður en þú getur hringt ókeypis á Skype þarf að bæta þeim sem þú vilt hringja í við sem tengilið.
breyta
Hvernig bæti ég við nýjum tengilið á listann minn?
Til að bæta við nýjum tengilið á listann svo þú getir sent honum skilaboð og hríngt í hann ókeypist á Skype þá:
- Á valstikunni í Skype þá smellir þú á, Contacts og síðan Add a Contact
- Settu inn þær upplýsingar sem upplýsingar þæu hefur í boxin: email, phone number, full name and Skype Name, og smelltu síðan á Add.
- Smelltu á View hnappinn til að skoða niðurstöður leitarinnar
- Þegar þú finnur rétta tengiliðinn smelltu á Add Contact við nafnið þeirra. Þá er send beiðni til þeirra um að samþykka þig sem tengilið.
Eftir að þú ert samþykktur þá getið þið skiptst á skilaboðum og hringt ókeypis Skype simtöl eða myndsímtöl ykkar á milli.
Hvernig hringi ég í aðila á Skype?
Ef að þú ert nú þegar með aðilann skráðan sem tengiliðinn á listanun þínum þá er mjög einfalt að hringja í hann. Til að hringja í tengilið á listanum þínum:
- Skráðu þig inn á Skype.
- Á Contacts flipanum finnur þú þann tengilið sem þú vilt hringja í.
- Ef þú ert með marga tengiliði þá getur þú notað leitina til að finna þann sem þú vilt tala við.
- Smelltu á tengiliðinn og þú sérð frekari upplýsingar um hann í aðalglugganum.
- Smelltu á græna Call hnappinn. Þú ættir að heyra hringingu.
- Um leið og það er svarað þá getur þú byrjað samtalið
- Til að hætta þá smellir þú á rauða End call hnapinn.
Heimildir
breytawww.skype.com
www.teachingdegree.org. (2009, 30.júní). 50 Awesome Ways to use Skype in the Classroom. Sótt 12. Desember 2010 af http://www.teachingdegree.org/2009/06/30/50-awesome-ways-to-use-skype-in-the-classroom/