Upplýsingatækni/Indesign fyrir byrjendur

Hérna koma upplýsingar um Indesign fyrir byrjendur.


InDesign er forrit sem er hluti af ADOBE pakkanum og var upphaflega hannað fyrir MAC stýrikerfi. Adobe er fremur dýr pakki en vel þess virði að eignast, sérstaklega fyrir skóla því kunnátta í Abobe opnar fjölmargar dyr þegar kemur að tölvunotkun. Í skólum hérlendis er oftast notað forrit sem heitir Publisher og gefið út af Microsoft en fyrirtækið sérhæfir sig í hönnun forrita fyrir PC tölvur. Publisher er hluti af Office pakkanum en þarf þó að kaupa sérstaklega. Publisher var ætlað að verða samskonar forrit og inDesign nema miklu ódýrara og aðgengilegra. Vandamálin við notkun á Publisher eru þó fjölmörg sem veldur því að afar fáir sem á annaðborð vinna við hönnun í tölvum notar Publisher. Takmarkanir Publisher eru of flóknar til að verða raktar hér en segja mætti að ef þú ætlar að vinna eitthvað meira með gögn sem þú hannar í tölvunni, prenta út, setja á netið, senda sem PDF eða annað virkar Publisher ekki sem skildi.

Adobe forrit eru allsráðandi á markaðnum, forritin eru nokkur sem hægt er að nota saman og þau vinna hvort annað upp, hvert og eitt með sérhæfingu (Photoshop, InDesign, Illustrator eru þau helstu). Kostir Adobe eru margir, það er einfalt að læra á og byrja að nota, ef þú lærir á eitt forrit ertu mjög fljótur að tileinka þér hin forritin, lang flestir sem vinna í hönnun og prentun nota þessi forrit, það besta er þó að forritin eru næstum takmarkalaus.

Hér á eftir er stutt kennslustund í InDesign sem er umbrotsforrit. Í forritinu getur þú gert allt frá nafnspjöldum til bóka. Bætt við myndum, átt við myndirnar upp að vissu marki (þó eru myndir oftast unnar í Photoshop og færðar yfir í inDesign). Textavinnsla er öll eins og hún gerist best. Það er líka hægt að teikna og vinna með "kassa og hringi til að lita" þó er Illustrator og photoshop betur fallið til að teikna. En eins og áður kom fram vinna þessi forrit saman og bæta hvort annað upp svo úr verður heildarlausn þegar kemur að hönnun, graffík, uppsetningu, umbroti o.fl.


Hér koma leiðbeiningar um það hvernig á að byrja að nota InDesign.

Í kennslustundinni er gert skjal sem er A4 að stærð, með einfaldri mynd, texta og bakgrunnsmynd.


1. Fyrsta skref er að opna forritið. 2. Næst velur þú new document. (Glugginn sem opnast nú er mikilvægur því þarna velur þú hvað skjalið á að vera stórt og hversu margar blaðsíður það á að hafa o.s.frv.) 3. Veldu: Create new document 4. Næsta valmynd: • Number of pages 1 • Svo getur þú valilð stærð. Veldu A4 það er í forvali • Colums er hversu marga dálka þú vilt hafa á síðunni, við veljum 1 • Ekki hafa áhyggjur af restinni. Þú gerir ok,, þá opnast nýtt skjal.

5. Til að setja inn mynd sem þú átt velur úr kassann með X inn í, (Þú heldur músarhnappnum og færir músina niður eftir blaðinu ská, þannig getur þú valið hversu stór kassinn á að vera.) 6. Til að setja inn mynd er valið ctrl + D eða File og Place (Þú finnur myndina í tölvunni þinni sem þú ætlar að nota

7. Myndin gæti nú komið allt of stór, sérstaklega ef hún er í góðri upplausn. Þessvegna þurfum við að minnka hana í réttum hlutföllum svo hún passi inn í kassann okkar. Þetta er hægt að gera á nokkra vegu. Einfaldast er að fara í object og fitting, þar getur þú valið að laga myndina að rammanum eða rammann að myndinni, við viljum minnka myndina að rammanum og veljum því fit picture to frame. Gætið þess að þið hafið valið svörtu örina með músinni og látið örina velja kassann, þú veist hvort kassinn er valin þegar punktarnir á hornunum eru hvítir.

Þegar skipun hefur verið lokið ætti myndin að vera í góðri stærð og í réttum hlutföllum.

8. Nú skulum við bæta við texta. Þá þarf að velja T kassann. Þegar T hefur verið valið skuluð þið skoða hvað breytist efst, í flýtiskipunum. Núna ertu með viðmót sem líkist Word, þó með miklu fleiri möguleikum. Þú gerir alveg eins og áðan og býrð til kassa undir textann og velur hversu stór hann á að vera.

9. Eins og þú sérð er ekki X inni í þessum kassa. Nú ættir þú að geta skrifað það sem þú vilt inn í þennan kassa, nú skaltu skrifa texta í kassann. Textinn er þó örugglega of lítill núna, við stækkum hann sambærilega og við myndum gera í word, dekkjum letrið og veljum svo stærð, t.d. 48, þú þarft líka að miðja textann.

10. Til að sýna yfirburði adobe skulum við svo setja background mynd (mynd 2). Til þess setjum við kassa líkt og fyrst nema hann nær yfir allan skjalið

11. Veljum svo ctrl –D og veldu hlutlausa mynd úr myndasafni þínu. Endurtakið svo líkt og áðan að minnka myndina að kassanum.


Eins og þið sjáið er mynd 1 og textinn horfinn, næsta skref er að setja mynd 2 bakvið og hafa hana ógreinilega.

12. Byrjið á því að velja mynd 2 því næst er valið Object – Arange og Send to back.

13. Myndin er þú of áberandi því er hún valin aftur til að minnka vægi myndarinnar framkvæmir þú: Object - Effects - Transperancy - Transperancy sett í 30%

Nú ættir þú að vera komin með glæsilega A4 síðu sem t.d. gæti gagnast sem forsíða á lokaverkefni, ekki stoppa þarna, nú ertu komin vel af stað. Fiktaðu þig endilega áfram. Þú getur alltaf farið á You Tube og fundið video upptökur sem kenna þér skref fyrir skref allt sem þig langar að læra um öll adobe forritin. Þannig lærði ég á þau

gangi ykkur vel

Kv Helga Jóhanna Úlfarsdóttir