Upplýsingatækni/Að nota Repl.it

Um Repl.it

breyta

Repl.it er vefsíða þar sem hægt er að búa til allskonar kóða úr allskonar tungumálum. Hægt er að þýða og keyra kóðann á síðunni og fá niðurstöður. Þar inni er hægt að búa til kóða í mjög mörgum mismunandi túnumálum svo sem Python3, Ruby, JavaScript, C# og fleira. Nánari lista yfir öll þau mál sem eru í boði er að finna hérna https://repl.it/languages

Hvernig hægt er að nota Repl.it

breyta

Ekki er nauðsynlegt að búa til aðgang að síðunni til þess að nota hana heldur er hægt að fara inná heimasíðuna þeirra velja tungumál og byrja að vinna.
Hægt er að búa til aðgang að síðunni þeirra með því að ýta á Sign up efst í hægra horninu. Þá er hægt að búa til aðgang annað hvort með því að tengja hann við Gmail, Github eða Facebook eða búa hann til með því að velja notandanafn, email og lykilorð. Eftir að maður er búinn að búa til aðgang getur maður geymt verkefni á síðunni þeirra og komið að þeim aftur síðar.

Eftir að maður velur í hvaða tungumáli maður vill skrifa kóðann þá fær maður upp síðu sem er tvískipt vinstra megin er kóðinn sem maður er að skrifa og hægra megin er það sem er skrifað út í kóðanum.

Kennarinn getur skrifað kóða og verið með tölvuna tengda við skjávarpa þannig nemendurnir sjá hvað hann er að gera. Síðan getur hann keyrt kóðann með því að ýta á play takka sem er fyrir ofan kóðann eða með því að ýta á Ctrl+Enter.
Hliðin á play takkanum er að finna share takka en ef kennarinn ýtir á hann getur hann fengið slóð sem hann getur deilt með nemendunum og þá geta þeir séð kóðann hjá sér.
Ef kennari deilir kóða með nemendum geta þeir gert svo kallað fork en þá búa þeir til verkefni hjá sér út frá verkefni kennarans og geta þá haldið áfram með verkefnið sem kenarinn byrjaði á.