Upplýsingatækni/Að nota Record Pad Sound Recording Software

Inngangur

Hér verður tekið fyrir hugbúnaður sem heitir RecordPad Sound Recourding Software. Þessi hugbúnaður getur verið mjög hentugur fyrir námsmenn. Hugbúnaðurinn gefur nemendum kost á því að taka upp kennslutímann og hlustað á hann aftur. Einnig er hugbúnaðurinn mjög hentugur fyrir þá nemendur sem missa af tíma því þá er hægt að taka upp tímann svo nemandinn missir ekki af því sem sagt er í tíma. RecordPad Sound er ókeypis hugbúnaður.

Um Forritið

RecordPad er mjög notendavænt og getur tekið upp hljóð, tónlist eða hvaða hljóð sem er. Upptökurnar vistast á harða diskinum á formi wav, mp3 eða aiff format. Einnig er hægt er að brenna skrárnar yfir á geisladisk með Ecpress Burn hugbúnað. Hægt er að vinna á tölvunni þó svo að kveikt sé á hugbúnaðinum. Notandinn getur spilað upptökur eftir sniði, dagsetningu, lengd eða stærð og hægt er að senda upptökurnar á einfaldan máta með tölvupósti. milli. Nálgast má hugbúnaðinn á http://www.nch.com.au/recordpad/index.html og er til fyrir Windows, Macintosh, Linux og Iphone.

Hvernig er hægt að nota RecordPad

  1. Til þess að byrja að nota RecordPad Sound, þarftu að fara inn á síðuna http://www.nch.com.au/recordpad/index.html.
  2. Þar er að finna flipann download. Þú velur hann og þá hefst niðurhalningaferlið.
  3. Hugbúnaðurinn vistast í tölvunni og eftir að notandinn hefur samþykkt skilmála þá er hægt að byrja að taka upp.
  4. Byrjað er á því að ýta á rauðan hring sem er á forritinu, þar er tekið upp.
  5. Þegar búið er að taka upp það sem óskað er eftir er valið stopp (kassi).
  6. Til að hlusta á upptökuna þá er hnappur sem heitir play.
  7. Til að vista skrána eða henda henni er farið í dálk sem heitir recordings, þar er með einföldum máta hægt að vista, henda eða spila upptökuna.

Hvernig er hægt að nota RecordPad í Skóla

RecordPad hentar vel fyrir nemendur sem vilja hlusta aftur á kennslutímann. Það getur verið mjög gott þegar nemandinn er til dæmis að læra undir próf og það er erfiður kafli sem hann glímir við. Þá getur verið gott að hlusta á útskýringar kennarans aftur. Einnig hentar þetta vel ef margir nemendur eru með þetta forrit að hægt er að senda á nemanda sem hefur ekki komist í tímann vegna veikinda eða þess háttar. Kennarar geta líka notað þennan hugbúnað og látið inn á innra netið hjá nemendum. Það gefur öllum nemendum hvort sem þeir voru í tímanum eða ekki kost á því að hlusta á kennslutímann hvar og hvenær sem er.