Upplýsingatækni/Að nota Quizlet

Quizlet

breyta

Quizlet er einfalt tól sem getur hjálpað þér að læra hvað sem er. Hægt er að nálgast Quizlet á www.quizlet.com.

Quizlet Fyrir Kennara

breyta

Hægt er að búa til safn fyrir nemendur fyrir hvern áfanga. Safnið getur innihaldið minnispjöld með hagnýtum upplýsingum úr efni áfangans og hjálpað nemendum að læra efnið á skemmtilegri og skilvirkari hátt. Þá geta nemendur nálgast efnið heima eða í kennslustofunni. Nemendur geta æft sig í að taka próf, parað saman efnisatriði eða spilað létta leiki um efnið.



Byrjaðu á að leita

breyta

Fjöldinn allur af efni er nú þegar til á Quizlet.com. Ef slegið er inn leitarorð fyrir áfanga fást oft margar leitar niðurstöður. Þá er mögulegt að einhver hefur nú þegar búið til safn sem hægt er að bæta við það sem þú vilt kenna. Þú getur afritað söfn hjá öðrum og byggt ofan á það eða búið til alveg nýtt safn.




Búðu til eigið safn

breyta

Hægt er að búa til eigið safn með skilgreiningum, myndum eða hljóðupptöku og deila því með nemendum. Einfalt er að deila slóðinni á safninu til nemenda. Þá geta þeir notað safnið sem þú býrð til eða afritað það og breytt því eða bætt við það, því sem þeir vilja. Nemendur geta einnig fylgst með því hvað aðrir í bekknum eru að setja inn á Quizlet með því að nota sameiginlegan hlekk fyrir bekkinn undir "Your Classes".




Quizlet Live

breyta

Eftir að safnið hefur verið búið til er hægt að fá allan bekkinn til að taka þátt í skemmtilegum leik. Þú lætur nemendur fá aðgangs lykil og svo er valið í lið. Hvert lið fær stig fyrir hversu mörgum spjöldum það svarar rétt og það lið vinnur sem fær flest stig.




Námsvenjur

breyta

Með því að virkja nemendur í að nota Quizlet, ertu að hjálpa þeim að bæta námsvenjurnar sínar. Á Quizlet geta þeir farið yfir efni áfangas hvar sem er og hvenær sem er.

Námsárangur

breyta

Hægt er að fylgjast með árangri nemenda og leggja áherslu á það sem bæta þarf hjá hverjum og einum.