Upplýsingatækni/Að nota Pycharm

Hvað er Pycharm?

breyta

Pycharm er eitt af þeim þróunarumhverfum sem notað er til þess að kenna forritun í Python forritunarmálinu. Það er hægt að keyra og þýða Python forritunarmálið í Pycharm og margir telja það eitt af bestu þróunarumhverfum fyrir það. Pycharm fæst frítt á netinu og styður flest stýrikeri eins og Windows, Linux og macOS.

Kennsla í Pycharm:

breyta

Pycharm hefur einfalt viðmót og er þess vegna gott kennslutól fyrir byrjendur í Python. Forritið hefur ekki aðeins einfalt viðmót, heldur býður það uppá fjölmargar viðbætur og flýtileiðir fyrir þá sem lengra eru komnir og er því hentugt bæði fyrir byrjendur og lengra komna.

Hvernig er hægt að nálgast Pycharm:

breyta

Forritið er hægt að sækja hér: https://www.jetbrains.com/pycharm/download

Hvers vegna Pycharm:

breyta
  • Pycharm styður viðbætur (plugins) sem mjög auðvelt er að finna og setja upp í forritinu. Þar er t.d hægt að sækja viðbótina “Markdown” sem gerir þér kleyft að skrifa “Markdown” skrár (.md) sem hægt er að hlaða beint inná þína Github síðu.
  • Pycharm býður uppá einfalda leið til þess að skoða, sækja og uppfæra pakka frá þriðja aðila.
  • Pycharm býður einnig uppá stuðning fyrir Javascript, CoffeScript, Typescript og CSS.

Búa til og keyra fyrsta verkefnið í Pycharm:

breyta
  • Til þess að búa til einfalt Python verkefni er valið “Create New Project” á heimaskjá forrits.
  • Í valmöguleikum vinstra megin við skjáinn er valið “Pure Python” fyrir Python forritunarmálið.
  • Í “Location” boxinu efst er valin sú staðsetning sem vista á verkefnið.
  • Síðan þarf að ýta á “Create” hnappinn neðst í glugganum.
  • Til þess að keyra verkefnið er ýtt á græna 'play' hnappinn á stikunni efst í glugganum.