Upplýsingatækni/Að nota Poll Everywhere
Um Poll Everywhere
breytaPoll Everywhere gerir kennurum kleift að fá nemendur til að taka virkari þátt í kennslustundum með því að leggja fram spurningar og fá svör frá nemendur birt á skjánum í rauntíma.
Hvernig er hægt að nýta Poll Everywhere í kennslu?
breytaKennarinn getur lagt fram spurningu á meðan á fyrirlestri stendur og fengið endurgjöf samstundis. Poll Everywhere getur aukið gagnvirkni kennslu, hvatt til þáttöku nemenda og ýtt undir umræður. Kennarinn getur einnig nýtt kerfið til þess að komast að því hvaða efni er helst að vefjast fyrir nemendum eða hvaða efni þarf að fara betur yfir.
Hvernig virkar Poll Everywhere?
breytaTil þess að nota Poll Everywhere þarf kennarinn að stofna aðgang inná heimasíðu þeirra og hægt er að kaupa mismunandi aðgang eftir þörfum hvers og eins kennara. Inná heimasíðunni getur kennarinn svo stillt upp spurningum og skipulagt fyrir hvern og einn fyrirlestur. Hægt er að setja spurningar fram að mismunandi vegu, hvort sem það eru opnar spurningar, valmöguleikar eða röðun (e.ranking). Einnig er hægt að birta svörin á marga mismunandi vegu.
Til þess að svara spurningunum fara nemendurnir inn á netslóð sem birtist á glæru kennarans. Niðurstöðurnar birtast svo jafn óðum, í rauntíma, á glæra kennarans. Hægt er að svara spurningum í tölvu og snjalltækjum.
Hægt er að sækja Poll Everywhere viðbætur á forrit líkt og Power Point og Google Slides.