Upplýsingatækni/Að nota Piazza

Hvað er Piazza?

breyta

Piazza er einfalt og þægilegt „spurt og svarað“ vefsvæði fyrir kennara og nemendur. Þar gefst nemendum tækifæri til að fá svör við spurningum sem vakna við lausnir á verkefnum, annaðhvort frá kennara námskeiðsins eða samnemendum sínum.

Að nota Piazza

breyta

Fyrir kennara:

breyta

Kennarar geta notað Piazza sem tól til að sjá gæði kennsluaðferðar sinnar og hversu vel efnið kemst til skila til nemenda. Piazza opnar á möguleikann að kennslan fari ekki einungis fram í kennslustofum, sem styður vissulega við möguleikann á fjarnámi.

Fyrir nemendur:

breyta

Nemendur geta notað Piazza til þess að ræða eða fá leiðbeiningar við lausn á verkefnum séu þeir fastir. Einnig er hægt að ræða námsefnið og í raun gera allt það sem hefðbundið spjall bíður upp á. Hægt er að senda inn spurningar nafnlaust sem hjálpar oft fólki sem ekki vill að aðrir viti hver það er að taka þátt í umræðum eða að fá hjálp.

Uppsetning:

breyta

Piazza er vefsvæði sem notast er við og því ekki þörf á að setja upp sérstakt forrit á tölvu viðkomandi (fyrir utan vafra). Einungis þarf að skrá sig og þá annað hvort sem nemanda eða kennara. Þar þarf svo að tilgreina hvaða skóla maður tilheyrir (skrá hann ef hann er ekki til staðar) og svo að lokum þurfa kennarar að skrá námskeiðið sem þeir kenna svo nemendur geti leitað að því og skráð sig í það.