Upplýsingatækni/Að nota Page Breeze

Inngangur

breyta

Mig langar til að kynna Page Breeze sem er HTML ritþór. Ástæðan fyrir því að ég valdi að fjalla um Page Breeze er að hann er góður að nota til að læra html ívafsmálið. Hann hefur upp á ýmsa möguleika að bjóða, eins og að smíða vefsíður á einfaldasta máta með því að skrifa hml máĺið eingöngu og einnig með form builder.

Um Page Breeze

breyta

Page Breeze er gefinn út af fyrirtæki sem heitir Solutionsoft og eru tvær úgáfur, professional sem er seld og ókeypis útgáfa sem má nota í persónulegum tilgangi, til náms og í ólaunuðum (non profit) verkefnum, heimild "http://www.pagebreeze.com" síða þar sem er góð kynning á Page Breeze.

Að nota Page Breeze

breyta

Notandi Velur New Page í valmyndinni "File" og kemur þá upp gluggi þar sem hægt er að velja sniðmát fyrir allt frá einföldustu síðum upp í flóknari samsetningar í litum og högun. Hægt er að birta útlit sniðmátanna sem í boði eru með því að smella á forskoðunar hnapp og birtist þá sniðmátið sem er valið, notandi síðan getur vistað sín eigin sniðmát og bætast þau þá í listann. Einnig er val í valmyndinni Files að sækja vefsíðu-sniðmát, sé það valið tengist notandi inn á heimasíðu Page Breeze þar eru hlekkir í ýmis sniðmát ásamt upplýsingum um hvernig að að innfæra nýtt sniðmát. Þegar notandinn hefur valið sér sniðmát er byrjað að vefa, hægt er að velja með flipum í hvaða ham ritþórinn á að vera.

Flipar

breyta

í forminu undir þessum flipa er hægt að vafra um Vélina sem verið er að vinna á myndrænt og velja skrár sem eru til.

Form Builder

breyta

Hér er hægt að smella músinni á vefsíðuhluti og draga þá inn á síðuna þegar "Normal" flipinn er valinn, einnig er hægt að velja einingar inn á síðuna úr valmyndinni "Form"

Normal

breyta

Velur síðuna í myndrænum hönnunar ham þar sem hægt er að draga og sleppa vefsíðu einingum (components) inni á síðunni og staðsetja þær að vild.

Page Properties

breyta

þar sem hægt er að setja titil, bakgrunn, stílsnið, lykilorð fyir leitarvélar og lýsingu.

HTML Source

breyta

Velur síðuna í kóðaham, html kóðann er hægt að breyta að vild.

Preview (Internet Explorer)

breyta

Hér er hægt að forkskoða síðuna með því að velja þennan flipa, og hoppa til baka í kóðann eða hönnuar síðuna og lagfæra ef vill, allt mjög fljótlegt og þægilegt.

Publish(FTP)

breyta

Hægt að gefa síðuna gegnum ftp þjón.

Setja upp Page Breeze

breyta

Uppsetning á Page Breeze er afar einföld það er bara niðurhala innsetningarskrá td. frá tenglinum hér fyrir ofan í umsögninni um Page Breeze, og keyra innsetningar forritið það sér sjálfvirkt um innsetningu Page Breeze.

Notagildi í námi og kennslu

breyta

Hugbúnaðurinn er mjög þægilegur til að læra HTML málið og prófa sig áfram þar sem hægt er að skipta hiklaust á milli þess að vera í html kóða, myndrænum hönnunar ham og forskoðun í vefrápara. Mjög hentugt til að prófa sig áfram og læra.


Kristján B Kristinsson 3. febrúar 2010 kl. 20:26 (UTC)