Upplýsingatækni/Að nota Open Broadcaster Software

Hvað er Open Broadcaster Software?

breyta

Open Broadcaster Software, betur þekkt sem OBS, er hugbúnaður opin öllum til þess að taka upp vídeó og varpa þeim yfir á netið í beinni útsendingu. Hugbúnaðurinn er aðgengilegur þeim sem keyra á Windows, Mac OS 10.11+ og Linux. Með hugbúnaðinum getur þú á einfaldan máta tekið upp vídeó og hljóð útfrá mismunandi uppsprettum. Hvort sem það er að deila þínum skjá, vefmyndavél eða upptökuvél. OPS styður flestar vinsælar streymis veitur eins og Twitch, Mixer og YouTube.

Hvernig skal nálgast Open Broadcaster Software?

breyta

Hugbúnaðinn má nálgast á vef OBS, https://obsproject.com/

Notkun

breyta

Kennarar Kennarar geta nýtt sér hugbúnaðinn til þess að varpa fyrirlestrum og dæmatímum út á netið í beinni útsendingu. Þeir geta valið hvaða skjá þeir vilja deila og hvort að þeir vilji deila myndtöku úr sal í gegnum aðra myndavél. Gæti til að mynda deilt skjánum og verið með mynd í mynd af salnum eða af töflunni.

Nemendur Nemendur geta nýtt sér hugbúnaðinn til þess að varpa skjánum sínum til annarra nemenda til að útskýra viðfangsefni eða til að sýna þeim eitthvað tiltekið viðfangsefni. Þeir líkt og kennararnir geta valið hvaða skjá þeir vilja deila og hvort að þeir vilji deila myndtöku úr þeirra umhverfi í gegnum aðra myndavél eða vefmyndavél. Gætu til að mynda deilt skjánum sínum sem að inniheldur kóða og svo annan skjá sem að birtir keyrslu forritsins sem að þeir vinna að.