Upplýsingatækni/Að nota Office 365
Hvað er Office 365?
breytaOffice 365 er skýjaþjónusta frá Microsoft sem tengir saman forrit og þjónustur úr Office pakkanum, Exchange tölvupóstþjónustu, Windows, Skype, Onedrive og fleiri. Office 365 þjónustan bíður upp á auka möguleika við samvinnu og geta margir unnið í sama skjali svipað og hvernig Google Docs vinnur. En Office 365 bætir við notendaviðmóti í vafra þar sem hægt er að fá aðgang að öllum forritum í pakkanum. Office 365 er áskriftaþjónusta og því bíður það alltaf upp á nýjustu útgáfu af öllum tilheyrandi þjónustum.
Uppsetning
breytaUppsetning er ekki nauðsynleg en aðgangur að skýinu er í gegnum office365.com. Áskrift er ekki ókeypis en skólum fylgir yfirleitt frí stúdentaáskrift ásamt því að stofnanir kaupa oft áskriftir fyrir starfsmenn. Viljir þú setja upp stök forrit þá er nóg að skrá sig inn á virkan aðgang og þá er hægt að smella á Install office og þannig geturðu sótt öll forrit sem þú vilt hafa á vélinni.
Notkun
breytaFyrir kennara:
breytaKennarar hafa notað Office 365 til þess að bjóða upp á lifandi skjöl. Þar að segja skjöl sem kennarinn getur breytt og nemendur geta séð breytinguna í rauntíma. Einnig getur kennarinn stofnað möppur fyrir nemendur sína og þannig getur hann fylgst með framvindu verkefnanna í rauntíma. Í Office 365 pakkanum fylgir líka tól sem heitir Teams og hefur það nýst vel í skipulagsvinnu en þar er til dæmis hægt að koma upp innanhúss Wiki síðum ásamt því að setja upp kanban borðum fyrir deildir.
Fyrir nemendur:
breytaNemendur geta notað Office 365 fyrir allskonar samvinnu verkefni. Nemendur geta búið til skjöl og unnið í þeim saman í rauntíma. Office 365 býður til dæmis upp á að geta unnið samtímis í Word, Power Point og Excel sem eru vinsæl forrit í verkefnavinnslu í skólum. Einnig þekkist að nemendur hafa sett upp sameiginleg drif fyrir prófalestur og hafa skjöl náð hundruðum blaðsíðna af glósum sem nemendurnir vinna að í sameiningu.