Upplýsingatækni/Að nota Notepad++

Forritið Notepad ++ er frír frumkóða textaritill sem styður all flest forritunarmál. Forritið keyrir í windows umhverfinu og er leyfisháð samkvæmt GPL leyfa fyrirkomulagi og er „open source“ hugbúnaður sem gerir það að verkum að notendur geta notað forritið án nokkurs kostnaðar.

Sjá einnig heimasíðu Notepad.

Inngangur

breyta

Notepad ++ byggir á öflugum textaritils grunni Scintilla. Notepad ++ er skrifað í forritunarmálinu C++ og notar ekta Win32 Api og STL sem gerir það að verkum að forritið er hraðvirkt en að sama skapi lítið af stærð.

Með því að setja saman á sem hagkvæmastan hátt marga forritshluta, án þess að það hafi áhrif á viðmót forritsins hafa framleiðendur Notepad ++ hafa lagt síg í líma við að minnka koldíoxið losun þar sem minna örgjörfaafls tölvunar er krafist við notkun forritsins sem þýðir að minni raforku notkun.

Notepad++ gerir notendum kleift að ritsetja all flest forrit eða forritskóða sbr. C C++ , Java, C#, XML, HTML, PHP, CSS makefile, ASCII, ini file, batch file, Javascript, ASP, VB/VBS, SQL, Objective-C, RC resource file, Pascal, Perl, Python, Lua, TeX, TCL, Assembler, Ruby, Lisp Smalltalk, Postscript, ofl.

Prentvísi(WYSIWYG) er í forritinu. Notepad++ leyfir notendum einnig að skilgreina sitt eigið mál. Fyrir all flest forritunarmál sem Notepad++ styður geta notendur gert sína API skrá eða hlaðið henni niður. Þegar Api skráin er tilbúin er smellt á Ctrl+Space til að setja aðgerðina á stað.

Notepad++ gerir notendum kleift að ritsetja tvö skjöl í einu í sitt hvorum glugganum. Hægt er að leita og skipta út orðum eða setningum í skjalinu sem verið er að ritsetja. Hægt er að flytja texta á milli skjala með því að velja textann og færa hann yfir í annað skjal með músinni.

Ef gerðar eru breytingar á skrám sem opnaðar hafa verið í Notepad++ og þegar þeim er lokað, lætur forritið þig vita svo þú getir vistað forritið. Hægt er að þysja inn og þysja út þegar texti er skoðaður, en þetta er sérstaklega gott þegar verið er að fara yfir þéttan og langan kóða.

Marg þjóða umhverfi er möguleiki í Notepad++, en boðið er uppá arabísku og hebersku svo eitthvað sé nefnt og veit ég til þess að þýðing á forritinu á íslensku er í vinnslu. Möguleiki á fjölvum og ritvinnsla á þeim er til boða í Notepad++. Þetta er nokkrir af þeim möguleikum sem í boði eru í þessu ágæta forriti.

Leiðbeiningar og útlit

breyta

Eftirfarandi texti eru einfaldar leiðbeiningar um notkun. Ekki er ætlunin að fara í ítarlega kennslu á forritinu, heldur er hér verið að reyna að vekja áhuga framtíðar notenda og leiðbeina þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref í notkun forritsins.

Hér má sjá tækjastiku Notepad++ á ensku

 
Skjáskot af Notepad++

Eins og sjá má á myndinni hér fyrir ofan er útlitið hefbundið „windows“ úlit.

File – sýsl með skrár
Til að búa til nýja skrá, er farið í File -> New. Nýr flipi birtist á skjáborðinu með heitinu New 1, en númerið segir til um hversu margar nýjar skrár eru búnar til.
Til að vista eða opna skrá er farið í File->Open. Síðan er „browsað“ eftir þeirri skrá sem opna skal.
Til að vista skrá er farið í File->Save og skránni gefið nafn og staðsetning.
Til að loka skrá er farið í File->Close, einnig er hægt að velja Close->All eða Close All but Active, sem lokar öllum skrám eða öllum sem gerðar breytingar hafa verið á en ekki vistaðar.
Edit - klippa og líma
Allar staðlaðar aðgerðir sem snúa að klippa og líma aðgerðinni er hægt að nálgast með því að smella á eftirfarandi táknmyndir.
Search - leit
Hægt er að fara beint í leit með því að smella á Ef notandi þarf að fara í ýtarlegri leit býður search-valmöguleikinn í stikunni uppá nákvæmari leit.
View - skoða
Til að þysja inn er valið View->Zoom in eða smellt á táknmyndina.
Til að þysja út er valið View->Zoom out eða smellt á táknmyndina.
Format - móta
Undir format aðgerðinni eru ýmsar stillingar leyfar er snúa að skjalinu eða skránni sem verið er að vinna með, s.s. umbreyta texta.
Language - mál
Hér undir er valið það forritunarmál sem verið er að vinna með, s.s. Ada, C++, Pascal, Cobol, os.frv. Smellt er á viðkomandi mál.
Settings - stillingar
Undir settings aðgerðinni eru ýmsar kerfisstillingar, útlitstillingar og flýtiaðgerðir fyrir lengra komna.
Macro - fjölvi
Hér undir er hægt að setja í gang upptöku á fjölvum. Smellt er á start – recording, einnig er hægt að smella á eftirfarandi táknmyndir fyrir upptöku, spilun, stöðvun,
Run - keyra
Notað til að keyra forrit í Notepad++.
TextFX - stillingar á texta
Hér undir eru hinar ýmsu stillingar er varðar breytingar á texta þegar verið er að ritsetja skjalið
Plugins - viðbót
Undir plugins er hægt að velja inn viðbætur eða svokölluð „plugin“ eins og við þekkjum af hefðbundnum vefsíðum sbr. www.mbl.is er tid að keyra flash plugin frá Adobe.
Window - gluggi
Window er valið þegar bætt er við fleiri gluggum
? – hjálp
Hér er hjálpin í Notepad++ forritinu.

Táknmyndinar(ikon) sem sjá má á tækjastikunni eru flýtileiðir í algengar aðgerðir sem eru að finna í undirvali hér að neðan


Eins og nefnt var hér að ofan er stiklað á stóru við gerð þessara leiðbeininga því markmiðið er að reyna að vekja áhuga tölvunotenda á þessum frábæra textaritli, en ekki að fara ofan í kjölinn á þeim mörgu aðgerðum sem hægt er að framkvæma með notkun þessa gríðarlega öfluga textaritli.

Hægt er að afla sér meiri upplýsinga um forrið á efirfarandi síðum

Heimasíða Notepad++

FAQ Notepad++

Kostir fyrir nemendur og kennara

breyta

Helstu kostir forritsins fyrir nemendur og kennara eru fjölmargir. Notepad++ er gott dæmi um forrit sem er opið hverjum sem er bæði til lagfæringar og svo til notkunar. Sem dæmi er hægt er að íslenska allt viðmót forritsins með einföldum hætti. Fyrir hvort sem heldur kennara og eða nemendur nýtist Notepad++ sérstaklega vel við forritun eða yfirferð á hvers kyns texta þar sem samanburður á tveimur skjölum í sitt hvorum glugganum er mjög auðveldur. Þetta hefur mikið að segja þegar verið er að rýna í forritskóða. Hvað varðar verðlagninguna á þessum síðustu og verstu tímum hentar „open source“ hugbúnaður sérstaklega vel þar sem huga þarf vel að útgjöldum. Einnig mætti nefna fjölda þeirra forritunarmála sem hægt er að ritsetja í kerfinu, en þau er 44 og hægt er að búa sér til sitt eigið mál. Kosturinn við Notepad++ er því ótvíræður.