Upplýsingatækni/Að nota Netflix

Hvað er Netflix?

breyta

Netflix er amerísk streymisþjónstua sem gerir þér kleift að horfa á kvikmyndir og sjónvarpsþætti á netinu. Í upphafi var Netflix hugsað sem leiguþjónusta fyrir fólk til að fá sent heim til sín DVD og skila þeim með pósti.

Hægt er að búa til nýjan aðgang hérna: netflix.com

Hvernig getur Netflix verið notað í kennslu?

breyta

Það er mjög oft sem kennarinn notast við kvikmyndir og heimildaþætti við kennslu á öllum stigum skólakerfisins. Kennarinn gæti verið með verkefni þar sem verkefnið er að horfa á ákveðna heimildamynd eða þátt og skrifa umfjöllun. Það er mikið um þætti eins og Planet Earth sem dæmi. Þættir sem fræða nemendur um náttúruna. Það er líka mikið efni fyrir yngri nemendur á bæði leikskólaaldri og grunnskólaaldri.

Netflix býður upp á auðvelt aðgengi að kvikmyndum og heimildaþáttum sem eru akkúrat hugsaðir til kennslu.

Nokkur dæmi um þætti sem eru í boði:

  • Animal Planet
  • Planet Ocean
  • Color Crew
  • How It’s Made
  • Sid the Science Kid