Upplýsingatækni/Að nota Natura Sound Therapy 3.0

Natura Sound Therapy 3.0 breyta

Natura Sound Therapy er forrit með slakandi hljómum og slökunar tónlist. Forritið er hægt að hlaða niður frítt af netinu í 7 daga eftir það þarf að kaupa aðgang að því, tæplega 50$ fyrir einkanot. Þetta er ný útgáfa af forrinu sem kom á netið í febrúar á þessu ári, þann 18. Upphaflega kom það á netið 6. ágúst 2007. Forritið virðist vera nokkuð vinsælt en það eru tæplega 750 manns sem hlóðu því niður í síðustu viku. Samtals hefur forritinu verið hlaðið niður 77.820 sinnum síðan það kom á netið. Fellur forritið undir kennslutengdan (Educational Software) og heilsutengdan hugbúnað (Health and Fitness Software).

Hvernig má nálgast Natura Sound Therapy breyta

Forritið má finna á: http://download.cnet.com/Natura-Sound-Therapy/3000-2129_4-10068715.html?tag=mncol;rbxcrdl1 Auðvelt er að hlaða forritinu niður af netinu, einfaldlega er ýtt á niðuhal eða Download. Athuga þarf að vírusvörn tölvunnar gæti óskað eftir leyfi til að halda áfram (continue). Eftir það kemur upp rammi með Natura Sound Therapy, þar þarf að smella á „næst“ (next), því næst að haka við „samþykkja skilmála“ (accept terms), aftur „næst“ (next), síðan að smella á „niðurhal“ (install) og að lokum „búið“ (finish). Í lokin ertu spurður um hvort endurræsa á tölvuna nú eða síðar (ekki nauðsynlegtað gera það strax).

Að nota Natura Sound Therapy breyta

Natura Sound Therapy forrit til að auka lífgæði. Hægt er á fljótvirkan hátt að ná slökun eða einbeitingu með náttúruhljóðum. Í forritinu eru 34 náttúruhljóð eða aðrir slakandi hljómar, auk þess er sérstakt myndefni og mismunandi litabakgrunnur. Með hljóðfælunum er hægt að ná betri einbeitingu við vinnu og/eða nám, vinda ofan af þreytu og slakað á, eða hægt að sofnað út frá þeim. Í forritinu eru 4 tegundir af sjávarhljóðum, vatnsnið, rigningu/þrumum, fuglasöng og skordýrahljóðum. Síðan eru 3 tegundir af froskahljóðum og óróahljóðum. Svo eru 4 tegundir af heilunartónlist. Auk þess er hægt að hlusta á flaututónlist í anda frumbyggja Ameríku, píanótónlist og trommuslátt. Hægt er að stilla styrkleika hvers hljóðs fyrir sig og einnig er hægt að spila mörg hljóð í einu. Hægt er að velja hvaða lit sem er í bakgrunn og jafnvel mismunandi mynstur einnig. Auk þess er hægt að hafa hreyfimynd af þeim hlut sem spilaður er (rennandi vatn, öldur, fugl, fjallasýn eða ský á ferð). Í forritinu eru einnig 38 hugleiðslur eða íhugunar hljóðfælar, eins og heilahressari, innri friður, geðbætir, orkuskot, vandamálaleysir, svæfandi fæll, slökun og djúp hugleiðsla. Með þessum hljóðfælum velur forritið sjálft hvaða litir eru í bakgrunn og hvaða hreyfimyndir birtast.

Grunnupplýsingar fyrir Natura Sound Therapy breyta

Forritið er hægt að nota með öllum helstu Windows stýrirkerfum, eins og Windows 7, Windows Me, Windows 98, Windows 95, Windows 3.x, Windows 2000, Windows Vista, Windows NT, Windows XP. Stærð forrits er 48.67 MB og nafn skrár er naturademo.exe (þar sem um 7 daga prufu er að ræða). Útgefandi er: Blissive Software á vefsíðu: http://www.blissive.com/

Notkun Natura Sound Therapy í námi og kennslu breyta

Notkunarmöguleikar á Natura Sound Therapy í kennslu eru margir, en sá sem er kannski auðveldastur í notkun er að kennarinn spili slökunartónlist í kennslustundum til að koma ró á, eða að skapa afslappað andrúmsloft og slakandi vinnuanda. Á meðan nemendur vinna að verkefnum sem kalla ekki á mikla hugsun eða umræður, er gott að hafa sjávarnið, regndropahljóð eða fuglasöng í bakgrunni. Ungir nemendur eru áhugasamir og forvitnir fyrir framandi hljóðum og sækja í slökun af þessu tagi. Einnig væri hægt að notast við hljóðskrárnar í samfélagsfræði- og náttúrufræðikennslu, ásamt leiklist, íþróttum og lífsleikni.

Guðrún Þórðardóttir, Háskólinn í Reykjavík. 10. desember 2010.