Upplýsingatækni/Að nota MuseScore
MuseScore er nótnaskrifta hugbúnaður sem hægt er að nálgast á endurgjalds á musescore.org. Til þess að ná í forritið er farið efst í hægra horn heimasíðunnar og spelt á „Free Download“. Eftir skamma stund hefst niðurhalið, ef ekki gætir þú þurft að heimila niðurhaldið og gerir það með því að smella á „click here“ (sem birtist efst á síðunni) og síðan „download file“. Þegar þú hefur lokið við að sækja hugbúnaðinn getur þú strax hafist handa við að útbúa nótur. Hér verður farið yfir fyrstu skrefin í notkun MuseScore. Hugbúnaðurinn hefur upp á marga möguleika að bjóða og því verður ekki farið nákvæmlega í þá alla, heldur aðeins til að koma fólki af stað. Oft er besta leiðin til að læra á hugbúnað að „fikta“ í honum og prófa sig áfram.
Fyrsta skrefið í útsetningu nótna Smelltu á „file“ og síðan „new“ efst uppi í vinstra horninu. Einnig er hægt að smella á mynd af auðu blaði beint fyrir neðan „file“. Þá opnast nýr gluggi þar sem þú getur gefið verkinu þínu nafn (undir title) og sett inn þær upplýsingar ef þú vilt um verkið. Síðan velur þú hvort að þú viljir útbúa nóturnar alveg frá grunni (create new score from scratch) eða frá ákveðnu sniðmáti (create new score form template). Þegar þú hefur lokið við það ýtir þú á „next“. Í næsta glugga getur þú valið um hvaða hljóðfæri koma fram í útsetningu þinni. Þú smellir á örina vinstramegin við hljóðfæraflokkana og velur síðan það hljóðfæri sem þú vilt og smellir á „add“ eða tvísmellt á hljóðfærið. Þú getur valið fleiri en eitt hljóðfæri í útsetninguna þína. Þegar þú hefur lokið við að velja þér hljóðfæri ýtir þú á „next“. Í næsta glugga velur þú þá tóntegund sem þú vilt að verkið þitt sé í, það gerir þú með því að smella á myndirnar af formerkjunum og ýtir síðan á „next“. Í glugganum sem birtist þar á eftir getur þú valið taktboða, hraða og fjölda takta. Þessum upplýsingum getur þú alltaf breytt aftur seinna ef þú vilt. Þegar þú hefur lokið við að velja þessi atriði ýtir þú á „finish“. Þá birtist autt nótnablað sem mun verða þín útsetning á verkinu þegar þú hefur lokið við að fylla inn í það.
Stillingar Efst í glugganum er tækjastika inniheldur eflaust kunnugleg merki sem þú þekkir úr öðrum hugbúnuðum. Þar eru takkar til að útbúa nýja útsetningu, opna möppur, vista skjöl, prenta, afturkalla en þar er einnig takki sem getur reynst vel og er hann með mynd af ör og spurningarmerki og kallast „What‘s This?“ og getur sagt þér hvað hinar og þessar stillingar og takkar gera. Þá finnur þú einnig playtakka, stopptakka og pásutakka en með því að nota þá getur þú hlustað á það sem þú hefur sett inn í útsetninguna þína. Fyrir neðan þessa takka finnur þú takka með nótum sem hafa mismunandi nótnagildi. Sterklega er mælt með því að kalla fram aðra tækjastiku með því að spella á „display“ og síðan „palette“. Þá birtist tækjastika vinstramegin á skjalinu þínu og þar getur fundið ýmsar stillingar og nótur sem hjálpa þér við að fylla inn í útsetninguna þína.
Að fylla inní nótnablaðið Skjalið þitt er eins og hvert annað blað og getur þú fært það til að vild með því að nota músarhnappinn. Hægt er að stækka og minnka blaðið með því að smella örina við hliðina á stækkunarglerinu og auka eða minnka prósentutöluna, eftir því hvort þú villt stækka eða minnka blaðið. Þetta getur þú einnig gert með því að smella á stækkunarglerið og síðan á blaðið. Neðst í vinstra horninu sérð þú mjög smækkaða mynd af blaðinu og getur þú þar séð hvar þú ert staðsett á blaðinu. Það eru fleiri en ein leið til þess að setja inn nótur í útsetninguna þína (á blaðið). Áður en þú byrjar að setja inn nóturnar þarftu að láta hugbúnaðinn vita hvar þú vilt byrja að setja inn nótur, hvort sem það er strax í fyrsta takti eða síðar. Það gerir þú með því að smella á taktinn og síðan á bókstafinn „N“. Þá er kominn tími til að hefjast handa við að setja nóturnar inn. Það getur þú með því að smella á myndina af þeim nótum sem þú vilt setja inn (þá ertu að velja lengdargildi nótunnar) síðan smellir þú nótunni á þann stað sem þú vilt hafa hana. Ef þú vilt lengja nótuna með punkti, hækka hana eða lækka velur þú fyrst nótnagildið og smellir síðan á punktinn, hækkunina eða lækkunina eftir því hvað á við hverju sinni. Þessi aðgerð er góð og gild en getur tekið mjög langan tíma.
Hægt er að nota aðra og fljótlegri leið til þess að setja nóturnar inn. Hver nóta hefur ákveðið númer (sem fer samt ekki eftir lengdargildi nótunnar heldur eru þær númeraðar frá einum upp í níu). 64parts nótan hefur númerið 1, 32parts nótan hefur númerið 2, 16parts nótan hefur númerið 3 og svo koll af kolli. Til að staðsetja nótuna getur þú smellt á heiti nótunnar með því að nota bókstafina. Ef þú vilt til að mynda setja fjórðapartsnótu á einstrikað g, þarftu aðeins að á töluna 5 og síðan á bókstafinn g. Eins og gefur að kynna er þetta margfalt fljótlegri leið til að setja inn nótur. Ef þú gerir mistök heldur þú inni „Ctrl“ takkanum og ýtir síðan á „Z“ þú getur einnig smellt á „undo“ örina á tækjastikunni. Ef að þú vilt ekki taka nótuna til baka heldur aðeins færa hana til, hækka hana eða lækka getur þú notað örvatakkana á lyklaborðinu. Segjum að þú sért að skrá einstrikað „f“ og vilt síðan setja inn tvístrikað „d“. Ef þú ýtir á bókstafinn „d“ á lyklaborðinu velur hugbúnaðurinn sjálfkrafa að staðsetja nótuna á einstrikað „d“ vegna þess að hún er nær einstikuðu „f“ heldur en tvístrikaða „d-ið“. Til að færa nótuna áttund ofar (frá einstrikuðu „d“ yfir á tvístrikað „d“) heldur þú inni „Ctrl“ takkanum og notar örvatakkann til að færa hana upp.
Til er enn einfaldari leið en til þess að nota hana þarftu hljómborð sem þú getur tengt við tölvuna þína. Byrjaðu á því að tengja hljómborðið áður en þú opnar MuseScore hugbúnaðinn. Byrjaðu á því að smella á „Enable MIDI input“ og „Enable sound while editing“ á tæknistikunni. Síðar byrjar þú alveg eins og áður, velur taktinn þar sem þú ætlar að byrja og ýtir á „N“, velur lengdargildi nótna annað hvort með því að smella á nóturnar á tæknistikunni eða með því að nota tölustafina á lyklaborðinu en í staðin fyrir að nota bókstafina til að staðsetja nóturnar notar þú hljómborðið. Þarna lendir þú ekki í þeim vanda nóturnar fari á vitlausa áttund. Ef þú ert að skrifa upp verk fyrir söng og vilt bæta inn nótum, velur þú fyrstu nótuna þar sem textinn byrjar, heldur inni „Ctrl“ og ýtir á „L“, síðan getur þú skrifað inn textann fyrir lagið. Til þess að fara á milli nótna ýtir þú á bilstöng. Þegar þú ert búinn að setja inn allan texta ýtir þú að „Esc“ tvisvar sinnum. Til að setja inn styrkleika velur þú „dynamics“ undir tæknistikunni vinstramegin og velur þar viðeigandi styrkleika. Smelltu á styrkleikann og dragðu hann á réttan stað í nótunum Síðan er nauðsynlegt að prófa sig áfram og hafa gaman af :)