Upplýsingatækni/Að nota MindJet MindManager

Að nota MindJet MindManager

breyta

Hvað er MindJet MindManager?

breyta

MindJet MindManager gengur yfirleitt undir nafninu MindManager og verður kallað það hér eftir í þessari umfjöllun. Hugbúnaðurinn er hannaður til að koma skipulagi á hugsanir fólks og er alveg frábær í því. Hvort sem um er að ræða verkefni í skóla, vinnu eða heima fyrir; hann getur nýst alls staðar þar sem þörf er á að koma skipulagi á ákveðið verkefni, stórt eða smátt.

Hverjir eru notkunarmöguleikar MindManager?

breyta

Notkunarmöguleikar hugbúnaðarins eru margvíslegir og hentar það t.d. mjög vel í námi og kennslu. Framsetning er myndræn sem hjálpar nemendum til við að sjá hlutina fyrir sér og muna. Rannsóknir hafa sýnt fram á að það reynist mun auðveldara að muna það sem er á mynd en texta. Hægt er að velja um mismunandi tegundir korta, eins og skjölin eru kölluð, allt eftir því hvað hentar hverju sinn og einnig eru innbyggð ýmis sniðmát sem fylgja hugbúnaðinum. Nánar um notkunarmöguleika má finna á heimasíðu MindManager. Hlekkur hér: MindJet Mindmanager

Nauðsynlegt er að kaupa leyfi til þess að eignast MindManager og nota hann. Þó er hægt að fá gjaldfrjálsan prufuaðgang í 30 daga og mæli ég með að það sé gert, til þess að vera viss um hvort manni líki hann, áður en hann er keyptur. Prufuaðgang er hægt að nálgast á slóðinni sem gefin er upp hér að ofan.

Hvers vegna MindManager?

breyta

MindManager er alveg frábært tól til að koma hugsunum á blað og þannig skipuleggja verkefni. Það er einnig frábært til að taka niður glósur.

Kostirnir við að nota MindManager

breyta

Hugbúnaðurinn er mjög notendavænn, sem þýðir að ekki er þörf á sérstöku námskeiði til að læra á hann. Það eru til mýmörg kennslumyndbönd á Youtube, sem nægja til að koma manni af stað og beina á rétta braut. Það er um að gera að byrja á einhverju einföldu og smám saman bæta við sig þekkingu á forritinu. Hér er t.d. hlekkur í kennslumyndband fyrir byrjendur: MindManager fyrir byrjendur

MindManager hentar líka vel í hópaverkefni því það er mjög gott í verkefnaskipulag, þar sem margir koma að. Þar er hægt að útdeila verkum á meðlimi, tímasetja, skilgreina framgang, o.fl., o.fl.

Viðbætur við MindManager

breyta

Til eru ýmsar viðbætur (e. addon) við MindManager. Sumt er innbyggt, annað sem þarf að setja inn sérstaklega. T.d. er innbyggð samþætting við MS Word, sem er notað til að flytja gögn úr MindManager skjali og yfir í Word. Einnig er hægt að samþætta við MS Project þar sem upplýsingar úr MindManager er sýndur sem Gantt rit.