Upplýsingatækni/Að nota Microsoft Word

Hvað er Microsoft Word?

breyta

Microsoft Word er ritvinnsluforrit hannað af Microsoft. Microsoft Word er hluti af Microsoft Office pakkanum sem er framleiðni hugbúnaður, en hægt er að kaupa Word forritið eitt og sér.

Uppsetning

breyta

Til þess að geta byrjað að nota Microsoft Word í tölvunni þinni þarf að ganga úr skugga um að það sé sett upp. Best er að leita í tölvunni eftir orðinu Word, til þess að ganga úr skugga um hvort forritið sé til staðar. Ef það er ekki uppsett þá er hæ t að versla það hér: https://products.office.com/en/buy/office. Einnig er hægt að versla það hjá öðrum fyrirtækjum sem selja hugbúnaðalausnir.

Notkun

breyta

Þegar Microsoft Word er uppsett í tölvunni þinni þá getur þú tvísmellt á forritið og það opnast. Fyrsta valmynd sem birtist hjá þér býður þér að velja sniðmát. Ef þú vilt hreint verkefni velur þú ,,Blank” en ef þig langar í sniðmát fyrir eitthvað tilefni, t.d. ferilskrá þá getur þú valið það.

Fyrir nemendur:
breyta

Þetta forrit er tilvalið í kennslu til að leyfa nemendum að spreyta sig á því að sníða skjöl að sínu eigin höfði. Í forritinu er hægt að breyta um letur á texta, stærð og lit. Nemendur geta spreytt sig á því að setja inn töflur, myndir, form, tákn, höfuð og fót. Möguleikar Word eru endalausir og mjög nytsamlegt fyrir nemendur að læra á forritið.

Fyrir kennara:
breyta

Forritið er hægt að nýta til þess að búa til verkefni fyrir nemendur, með því að sníða þau og útlitsmóta þau eins og kennara sýnist. Forritið býður upp á að breyta skjali yfir í PDF snið, sem er þægilegt að afhenda nemendum þegar það er tilbúið.