Upplýsingatækni/Að nota Lumosity

Hvað er Lumosity breyta

Lumosity.com er vefur sem býður uppá æfingatíma til að hjálpa þér að bæta vitsmunalega hæfileika þína eins og minni, athygli og sveigjanlega hugsun. Rannsóknir gefa vísbendingar um að þegar heilinn fær æfingar við sitt hæfi þá geti hann raunverulega komist í betra form og orðið skilvirkari og fljótvirkari. Það hefur verið vísindalega sannað að Lumosity.com bætir heilsu og frammistöðu heilans hjá fólki á öllum aldri.

Byrjað er á að skrá sig sem notanda að Lumosity og þá færðu aðgang að „grunnþjálfun“ eða „Basic training course“. Það er best að byrja á grunnþjálfun fyrir allar vitsmunalegar framfarir. Æfingatímarnir eru samtals 20-40 með 3-5 æfingum daglega sem taka 10-15 mínútur. Þegar þú byrjar á strangri og einstaklingsmiðaðri þjálfun þá kemstu betur að því hvernig Lumosity getur hjálpað þér að: bæta minni, athygli, hraða, sveigjanleika og leysa ýmis vandamál.

Nýr notandi að Lumosity breyta

Þegar byrjað er að nota Lumosity þarf að fara inná slóðina http://www.lumosity.com/. Efst í hægra horninu stendur Create Account eða stofnaðu reikning. Þú þarft að byrja á því að stofna reikning til að nota æfingatímana. Þú ert beðinn um að stimpla inn almennar upplýsingar um þig eins og netfang, fæðingardag og menntun. Einnig ertu beðinn um að svara nokkrum spurningum svo hægt sé að einstaklingsmiða Lumosity að þínum þörfum, þannig hjálpar hugbúnaðurinn þér að þjálfa það sem þú þarft helst að þjálfa betur.

Hverjir geta notað Lumosity breyta

Allir sem eru orðnir 18 ára og eldri geta notað Lumosity.

10 atriði sem þú ættir að vita um Lumosity.com breyta

  1. Það hefur verið sýnt fram á í vísindalegum tilraunum að Lumosity.com bætir minni og athygli.
  2. 98% af áskrifendum Lumosity.com segja að þeir myndu mæla með vefnum við aðra.
  3. Yfir 10 miljón einstaklinga hafa tengst Lumosity.com.
  4. Lumosity.com inniheldur yfir 30 heilaleiki og æfingar.
  5. Æfingakerfi Lumosity.com tekur aðeins 10 mínútur á dag.
  6. Einstaklingar frá yfir 180 löndum hafa gerst áskrifendur að Lumosity.com.
  7. Lumosity.com er einstakur framleiðandi sem býður upp á heilsusamlega leiki að mati The New York Times.
  8. Lumosity.com kostar minna en bolli af kaffi á dag (grunnþjálfunin eru ókeypis).
  9. Lumosity.com er í samstarfi við heilbrigðisstarfsfólk og fjölmiðla.
  10. Lumosity.com getur breytt lífi þínu.

Hvernig byrja ég breyta

Þegar þú ert búin að stofna reikning þá er ekki eftir neinu að bíða! Veljið Start Training inná http://www.lumosity.com/ sem þýðir hefja þjálfun.

Hvernig er hægt að nota Lumosity í kennslu? breyta

Það er auðveldlega hægt að nota Lumosity í kennslu fyrir nemendur sem eru orðnir 18 ára og eldri. Þetta gæti til dæmis verið verkefni sem nemendur (18 ára og eldri) leystu á ákveðnum tíma dags til að þjálfa heilann. Eins og áður sagði þá tekur þetta bara 10 mínútur á dag.

Lumosity hrósað breyta

Til gamans er hægt að skoða inná þessari slóð: http://www.lumosity.com/about/press brot úr greinum þar sem Lumosity er mikið hrósað.

Einnig er skemmtilegt að segja frá því að Lumosity er í samstarfi við rannsóknarsetur í mörgum virtum háskólum eins og Stanford, UCSF, Harvard og Columbia.

Um hugbúnaðinn breyta

Hægt er að nálgast upplýsingar um framleiðandann og heimasíðu hans í „about“ flipanum inná http://www.lumosity.com/about/our-company