Upplýsingatækni/Að nota LinkedIn Learning

Hvað er LinkedIn Learning

breyta

LinkedIn Learning (áður þekkt undir nafninu lynda.com) er vefsíða með myndbandsnámskeiðum sem kennd eru af sérfræðingum á ýmsum sviðum atvinnulífsins.

Hvaða námskeið eru í boði

breyta

Eftirfarandi tafla sýnir aðeins brot af því sem er í boði.

Flokkur Forrit
Þrívíddarhönnun og kvikun 3ds Max, After Effects, Maya, Unity
Hljóðvinnsla og tónlist Audacity, Cubase, Logic Pro, Pro Tools
Umbrot og hönnun Illustrator, InDesign, Photoshop
Markaðssetning Facebook, Google Ads, LinkedIn, Twitter, YouTube
Ljósmyndun Bridge, Flickr, Instagram
Myndbandsgerð Final Cut Pro, Premiere Pro, Vimeo
Vefhönnun CSS, HTML, Javascript, Joomla!, Wordpress

Hvernig virkar LinkedInLearning

breyta

Óinnskráðir notendur geta horft á stutt brot í hverju námskeið, en notendur þurfa að skrá sig inn og borga til að geta nálgast námskeiðin í heild sinni. Það eru nokkrar mismunandi áskriftarleiðir í boði, en allar gefa þær aðgang að öllu myndefni á vefsíðunni. Dýrari pakkarnir bjóða upp á að nemendur geti sótt skrár svo þeir geti fylgt kennaranum með sama efni og er verið að sýna.

Námskeiðin er flokkuð eftir styrkleika og hver kafli brotinn niður í stutt myndbönd, yfirleitt á bilinu 1-15 mínútur. Auk vefsíðunnar, þá er einnig hægt að nálgast app þar sem notendur geta sótt heilu námskeiðin og horft á þau án þess að vera nettengdir.