Upplýsingatækni/Að nota Kodu

Hvað er Kodu? breyta

Kodu er hugbúnaður sem keyrir á windows og gerir nemendum kleift að forrita tölvuleiki fyrir PC og og Xbox með notkun á einföldum myndrænu forritunarmáli. Hver sem er getur notað Kodu bæði fullorðnir og börn sama hversu mikla forritunarhæfni þau hafa fyrir. Kodu styður fjölmörg tungumál og þar á meðal er íslenska.

Að nota Kodu breyta

Fyrir kennara breyta

Kennarar geta unnið með nemendum og sett þeim fyrir að gera tölvuleiki sem bæði getur náð til krakka sem hafa áhuga á tölvuleikjum og einnig ýtt undir sköpunargáfu. Með þessu er hægt að ýta undir hæfni nemenda á tölvu og jafnvel kveikja áhuga á fögum eins og tölvunarfæði. Kodu getur til dæmis komið með nýja sýn í fög eins og myndment þar sem nemendur fá að nýta sköpunargáfuna á aðeins tæknilegri hátt.

Fyrir nemendur breyta

Nemendur fá að nýta sköpunargáfuna sína og öðlast tækifæri til að prófa sig áfram. Forritið hentar jafnt þeim sem eru með litla sem og mikla tölvukunnáttu. Hér geta þeir nýtt áhuga á tölvuleikjum til þess að opna dyr inn í heim tölvunarfræði. Nemendur geta skapað sína eigin tölvuleiki og svo spilað þá með vinum sínum þar sem þeir geta notið afurða erfiðis síns og jafnvel fengið endurgjöf um hvað má gera betur.

Uppsetning breyta

Kodu er frír hugbúnaður og hægt að sækja hann inn á https://www.kodugamelab.com þar efst í hægra horninu er linkur sem að leyfir notendum að setja upp hugbúnaðinn með leiðbeiningum á nokkrum tungumálum. Kodu keyrir á Windows vista og nýrri stýrikerfum en þó er mælt með Windows 10.