Upplýsingatækni/Að nota Kahoot

Um Kahoot

breyta

Kahoot snýst um að gera lærdóm skemmtilegan. Hægt er að búa til leik á stuttum tíma og Kahoot snýst um að búa til spurningar og svör og fólk keppir svo í að svara sem hraðast og rétt til að fá sem flest stig. Skemmtilegast er að spila Kahoot með hóp eins og með kennslustund. Hægt er að deila leiknum líka með fólki sem er í tímanum eða hinum megin á hnettinum.

Notkunarmöguleikar

breyta
Fyrir kennara
breyta

Kennarar geta sett upp spurningar og skrifa svo svarmöguleika og velja svo rétta svarið. Þeir láta síðan nemendurna fara inná þeirra spurningarlista með kóða sem kennarinn deilir og svo svara nemendurnir þeim spurningum sem birtast á skjánum í sinni tölvu eða sínum síma.

Fyrir nemendur
breyta

Nemendur geta notað þetta forrit á sama hátt og kennarar til dæmis fyrir sinn eigin spurningarleik meðal vina eða fjölskyldu og fleira.

Uppsetning

breyta

Það þarf bara búa til aðgang á síðunni hjá þeim á Kahoot.com og skrá notendanafn og lykilorð. Þegar það er komið þá getur þú byrjað að setja upp þínar spurningar og svörin við þeim og einfaldlega deila því svo með öðrum. Þeir sem ætla spila þurfa svo ekki að búa til aðgang þeir skrifa einfaldlega bara kóðan sem gefinn er upp á skjalinu og byrja spila og þá hefst keppnin. Vefsíðan er: https://kahoot.com