Upplýsingatækni/Að nota Itunes

Að nota itunes

Hvað er itunes ? Itunes er tónlistarforrit sem Apple hannaði og bjó til , fyrir mp3 spilara t.d. ipodin , en þótt þú hafir ekki ipod getur itunes verið mjög gagnlegt til að hafa skipulag á lögunum þínum og til þess að spila tónlistina þína. Hvernig notar maður itunes ? Það er gott að byrja með ef að þú átt ekki forritið en langar að ná í það að fara á www.itunes.com , þá kemur bein síða til þess að niðurhala forritinu og smellir á „ download now „ þá opnast gluggi sem segjir „run“ og „ Save“ , þú ýtir á save og vistar forritið á stað þar sem að þú finnur það. Eftir að það er búið að niðurhalast , setur þú forritið upp. Um leið og þú byrjar að setja forritið upp spyr forritið þig hvort að þú viljir fá alla tónlist af tölvunni í itunes þú klikkar á „yes“ og þá raðar itunes allri tónlistinni þinni upp í röð fyrir þig. Svo er þessu leyft að ganga í gegn.


Að setja inn lög í itunes ? Til að setja inn lög í itunes þarftu fyrst að finna möppuna sem inniheldur öll lögin þín. Opnaðu svo itunes og farðu í „file“ og svo „ add folder to library“ finndu svo lagið eða lögin í glugganum og ýttu á „ok“ , svo getur þú líka sett lög inn með því að draga þau úr möppuni sem þú ert með þau í beint yfir á itunes. Til að láta inn lög af diskum , byrjar þú á því að láta diskinn í tölvuna og bíður þangað til að það komi upp gluggi sem stendur „import songs“ þú ýtir á það og velur svo lögin af disknum til þess að láta inná itunes.


Hvernig á að nota ipod með itunes ? Maður byrjar á því að opna itunes , og tengir svo ipodin þinn við tölvuna með USB snúru sem fylgir alltaf með ipodnum. Eftir það bíður þú þangað til að itunes finnur ipodin og ber kennsl á honum. Svo ýtir maður á ipodinn sinn undir liðnum „ devices“. Itunes og ipodinn geta sjálkrafa uppfært og látið inn lög fyrir þig eða að þú gerir það sjálf/ur. Itunes byrjar alltaf með sjálfvirkar uppfærslur og þá eina sem þú þarft að gera þegar þú ert búinn að láta inn ný lög , þá er það bara að ýta á „ sync“ neðst niðri hægra megin og þá byrjar itunes að láta inn lög og aðrar uppfærslur fyrir þig inná ipodinn. Til þess að stjórna sjálfur hvað fer inná ipodinn þá ýtir þú bara á „ Manually manage music“ meðan að þú ert með ipod gluggan opinn , svo einfaldlega dregur þú lögin yfir á ipodinn.


Hvernig er hægt að nýta Itunes í námi og kennslu ? Itunes er mest hægt að nýta til tónlistarkennslu þar sem tónlistarkennarar þurfa oft að hafa röð og reglu á t.d. verkum sínum eða tónlistinni sinni er mjög gott að nota itunes til þess að geyma alla tónlistar diskanna sem maður þarf að nota til kennslu í réttri röð og með skipulagi.