Upplýsingatækni/Að nota Instagram í kennslu

Hvað er Instagram breyta

Instagram er forrit fyrir síma þar sem fólk deilir myndum. Fólk getur hlaðið inn myndum og deilt þeim með fylgjendum sínum eða ákveðnum hóp af vinum. Síðan er hægt að skoða, skilja eftir athugasemdir og líka við myndir sem fólk deilir á sínu Instagram. Allir sem eru 13 ára og eldri geta búið til aðgang með því að skrá sig inn með netfangi og velja notendanafn

Hvernig nota skal Instagram við kennslu breyta

Það eru til nokkrar leiðir til að nýta Instagram við kennslu. Hægt er að búa til sameiginlegan reikning fyrir einn skólabekk. Nemendur setja svo inn myndir af þeirra verkefnum inn á reikning. Þannig er auðvelt að nálgast myndir af öllum verkefnum skólabekkjarins. Foreldar geta fylgst vel með efni hjá krökkunum þeirra og lagt uppbyggjandi athugasemdir við.


Hjálpa Nemendum breyta

Kennarar geta notað Instagram til að hjálpa nemendum. Hægt er að setja inn heimavinnu, minna á verkefni og hlaða inn leiðbeiningum á myndrænu formi. Umræða getur svo myndast á athugasemdakerfinu og nemendur beðið um hjálp.


Minningar breyta

Það er gaman að sjá hvernig skólaárið hefur þróast. Hægt er að vera með reikning þar sem allar myndir af skólaferðum og skemmtilegum stundum. Auðvelt er svo að skoða myndirnar mörgum árum seinna og minnast allra stundanna.