Upplýsingatækni/Að nota Google Expeditions

Hvað er Google Expeditions?

breyta

Google Expeditions er smáforrit þróað af Google sem notar sýndarveruleikann í fræðsluskyni. Smáforritið sýnir notendum hluti, staði og fyrirbæri í sýndarveruleika ásamt því að fræða notendur um viðfangsefnið. Smáforritið býður bæði upp á fræðslu með Virtual Reality (VR) og Augmented Reality (AR).

Notkun Google Expeditions

breyta

Venjulegur notandi getur prófað Expeditions ókeypis án mikillar fyrirhafnar. Þó þarf að hafa Google reikning til að sækja smáforritið. Hugmyndin byggir á að nota Expeditions í skólastofunni til að færa kennurum ný tól til fræðslu og nemendum möguleika á nýjum upplifunum. Til að taka þátt þarf kennarinn síma eða spjaldtölvu til að stýra hópnum og hver og einn nemandi þarf aðgang að snjallsíma eða Chrome OS. Kennarinn velur hlutverk leiðsögumanns og nemendur hlutverk könnuða. Þegar öll tækin eru tengd sama neti getur kennarinn síðan stýrt nemendahópnum og ráðið hvað þeir sjá.

VR (virtual reality)

breyta

Expeditions styður VR og nýtir það aðallega til sýndarskoðunarferða. Með þeim geta áhugasamir, jafnt einstaklingar sem hópar, skoðað minnismerki, frumskóga, fjallsrætur Everest, jafnvel kóralrif á hafsbotni. Google hvetur notendur til að nýta sér Google Cardboard eða Google Daydream til að upplifa skoðunarferðirnar í sýndarveruleika. Það er þó engin krafa, og hægt er að nota Expeditions án þess að eiga neins konar sýndarveruleikabúnað. Expeditions býður upp á rúmlega 900 VR skoðunarferðir.

AR (augmented reality)

breyta

Expeditions býður einnig upp á efni sem nýtir AR tækni. Hún er frábrugðin VR að því leyti að notandi er ekki settur inn í umlykjandi sýndarumhverfi, heldur er myndavél símans notuð til að breyta því sem hann sér. Ólíkt VR sýndarferðum Expeditions er AR hugsað sem leið til að lífga upp á óhlutbundin eða hulin fyrirbæri. Þar mætti til dæmis nefna að hægt er að skoða uppbyggingu DNA, útlit og stærðarsamanburð pláneta sólkerfisins og líffæri líkamans. Að frátöldum nýlegum snjallsíma þurfa notendur ekki neinn sérhæfðan búnað til að nota AR hluta Expeditions. Hér má sjá lista yfir AR upplifanir sem eru í boði í Expeditions en þær eru rúmlega hundrað talsins.

Að sækja smáforritið

breyta

Google Expeditions smáforritið er ókeypis. Það er í boði fyrir Android síma og iOS síma.

Nánari upplýsingar

breyta

Google hefur búið til síðu sem lýsir möguleikum Expeditions og markmiði þeirra með hugbúnaðinum, hana má nálgast hér. Ásamt því er hægt að nálgast ítarlega hjálp til að svara algengum spurningum um notkun Expeditions.