Upplýsingatækni/Að nota Google Classroom

Google Classroom

breyta

Hvað er Google Classroom

breyta

Google Classroom er ókeypis vefþjónusta sem birt var fyrir almenningi þann 12. ágúst 2014. Helsti tilgangur Google Classroom er að einfalda ferli að deila verkefnum milli kennara og nemenda. Í öðrum orðum, það einfaldar vinnu við úgáfu, dreifingu og einnkungargjöf verkefna á rafrænu formi. Það er hægt að sækja Google Classroom í snjallsíma með bæði iOS og Anderoid stýrikerfi.

Classroom vinnur með Google Drive til að búa til verkefni og dreifa þeim, vinnur með Google Docs, Sheets og Slides til þess að nemendur geti gert verkefnin og að lokum vinnur Classroom með Google Calendar til þess að geta ákveðið tímasetningar á t.d. skilum verkefna.

Notkun Google Classroom

breyta

Nemendur fá úthlutaðann einstakan lykil eða lítinn kóðabút sem þeir geta notað til þess að skrá sig í áfanga. Skólinn getur líka séð til þess að hver og einn nemandi sem skráður er í áfanga í kerfinu sínu, fái sjálfkrafa aðgang að áfanganum inn á Classroom.

Eftir að hver og einn áfangi er búinn til í Classroom, fær hann sína eigin möppu á Drive-inu.

Verkefni

breyta

Verkefni eru geymd og gefin einkunn fyrir á ákveðnu appi frá Google sem leyfir nokkurs konar samstarf milli kennara og nemenda eða samvinnu milli nemenda og nemenda. Kennarar geta útbúið skrár með sniðmát fyrir hvert verkefni sem nemendur geta sótt, breytt og að lokum skilað inn. Nemendur geta einnig látið auka skjöl eða skrár fylgja með verkefinu á Docs-inu sínu.

Útgáfa einkunnar

breyta

Classroom styður fjöldann af mismunadi leiðum til að gefa einkunnir. Kennarar geta fylgst með árangri hvers og eins nemenda á verkefni þar sem þeir geta meðal annars breytt því og skilið eftir athugasemdir. Þegar nemendur skila verkefnum og kennarar búnir að fara yfir og gefið einkunn fyrir það, geta aðeins kennarar gert breytingar á verkefinu á meðan nemendur hafa aðeins lesréttindi á því. Hins vegar geta þeir látið nemendur sína fá verkefnið aftur til að laga villur ef þeir kjósa þess.

Samskipti

breyta

Kennarar geta borið fram tilkynningar á spjallþráðum fyrir hvern og einn áfanga. Í þeim þráðum geta nemendur líka skilið eftir athugasemdir og sagt það sem þeir þurfa að segja. Nemendur geta líka borið fram nýja og sína eigin tilkynningu þó þær verða ekki jafn augljósar og hjá kennurunum og það fer minna fyrir þeim. Það er hægt að láta myndbönd frá youtube eða skrár frá Drive-inu fylgja tilkynningnum.

Kennarar geta einnig notað Gmail til þess að senda tölvupósta til eins eða fleiri nemenda.

Lokun áfanga

breyta

Þegar áfanga er lokið er hann tekinn út af aðalvalmyndinni á heimasíðunni og settur inn í nokkurs konar skjalasafn. Þetta er gert til þess að auka skipulag fyrir kennaranna. Þegar áfanga hefur verið lokið og hann færður inn í skjalasafnið, geta hvorki kennarar né nemendur breytt skjölum eða skrám sem tilheyrir honum.