Upplýsingatækni/Að nota GoConqr
Um GoConqr
breytaGoConqr er tól hannað til að hjálpa fólki að læra. Þar geturu búið til Áfanga og inn í honum er hægt að búa til minniskort, hugarkort, glósur, próf, glærur og flæðirit. Þú getur einnig leitað að áföngum sem aðrir hafa búið til.
Hvernig á að nota GoConqr?
breytaTil að nota GoConqr þarf að búa til aðgang og skrá sig inn en aðgangur kostar ekki neitt. Hægt er að hanna og persónugera minniskortin, glósurnar, hugarkortin, prófin, glærurnar og flæðiritin sín sjálfur með því að velja liti, letur og fleira. GoConqr er einnig til sem app í símann og getur því verið sérstaklega þæginlegt að skoða minnisspköld eða taka krossapróf meðan maður er á ferðinni. Nýtist því einstaklega vel nemendum sem taka strætó til dæmis. Þú getur einnig séð efni sem aðrir notendur hafa búið til og því tilvalið að nota leitardálkinn til að finna áfanga við þitt hæfi og taka próf eða skoða minnisspjöld og glósur frá öðrum.