Upplýsingatækni/Að nota Git

Hvað er Git?

breyta

Git er ókeypis útgáfustjórnarkerfi sem gerir mörgum kleift að vinna að sama verki. Kerfið er oftast notað af forriturum til þess að halda um og sameina breytingar þeirra þegar unnið er að stórum verkum.

Þegar margir forritarar vinna við breytingar á sama kóða getur runa breytinga orðið mjög flókin. Git sameinar þessar breytingar og geymir upplýsingar um hvaða breytingar áttu sér stað og hvenær. Oftast vinna forritarar að breytingum á sama kóða á sama tíma. Þessar breytingar eru ekki sameinaðar í rauntíma, Git heldur utan um þessi mismunandi breytingarferli í formi greina frá sameiginlegum upphafspunkti. Sérhver forritari er þá á sinni eigin breytingagrein sem sameinast svo aðalgreininni þegar breytingarnar eru taldar vera tilbúnar og hafa farið í gegnum hvaða samþykktarferli sem hópurinn telur eiga við. Í flóknari tilvikum vilja forritarar oft vinna saman að breytingum sem þeir eru ekki tilbúnir að sameina í aðalgreinina, t.d. ef margir þurfa að vinna saman að tilraunakenndri breytingu, eða breytingin getur ekki verið innleidd í aðalútgáfu fyrr en eftir lengri tíma. Í þessum tilvikum er notast við það sem kallast "branching" þar sem ný grein er búin til út frá aðalgreininni. Rétt eins og breytingagreinarnar sem stakir forritarar mynduðu áður geta margir forritarar skipt yfir á þessar greinar og unnið á þeim þangað til þær eru sameinaðar aðalgreininni, sameinaðar öðrum greinum eða skildar eftir. Að auki þessara aðferða sem aðskilja og sameina breytingar getur hver notandi nýtt forritið til þess að afturkalla breytingar til þess að komast á hvaða punkt ferlisins sem er. Þetta er fyrst gert á grein sem er aðeins til á tölvu notandans sem framkallar afturköllunina, rétt eins og allar aðrar breytingar sem hann framkvæmir. Ef notandi vill svo að útgefnar greinar séu afturkallaðar sameinar hann greinarnar, rétt eins og með aðrar breytingar.

Git virkar ekki aðeins á kóða. Kóði er geymdur í textaskrám og því virkar Git í umsjón breytinga á öllum textaverkefnum. Hins vegar virkar Git best þegar þeir sem koma að verkinu vinna ekki að sama texta á sama tíma. Slíkt mun mynda "merge conflict" þar sem Git getur ekki sameinað breytingar sjálft. Þetta gerist vegna þess að tveir notendur framkvæmdu ósamræmar breytingar. Sá sem er seinni til þess að gefa sínar breytingar út verður þá að ákveða hvernig þessar breytingar skulu sameinast.

Kerfið býður upp á meira, en þetta lýsir grunnvirkni þess.

Hvernig næ ég í Git?

breyta

Git fæst á https://git-scm.com/. Þar er farið í downloads og viðeigandi stýrikerfi er valið. Undirliggjandi kerfi Git er sett upp, notandi getur valið sjónrænt viðmót og textaviðmóts. Notendur eru hvattir til þess að venjast textaviðmótinu. Það er erfiðara í notkun í byrjun en býður upp á töluvert meiri stjórn.

Hvar eru skjölin hýst?

breyta

Skjölin og allar breytingar sem hafa verið framkvæmdar á þeim eru yfirleitt geymd í vefþjón sem allir notendur sem koma að sama verki verða að hafa aðgang að. Hægt er að setja upp sinn eigin þjón, vinnustaðir sem vilja ekki gera verkið opinbert setja oft upp sýna eigin þjóna. Til þess er oft notast við GitLab. Aðrir geta hinsvegar notast við utanaðkomandi þjónustur til þess að hýsa kerfið, vinsælust af þeim þjónustum er GitHub. GitLab og GitHub hýsa þessa þjónustu sem vefsíður og bjóða þar með upp á sjónrænt viðmót sem gerir mörg ferli töluvert auðveldari.

Hvernig nota ég Git?

breyta

Leiðbeiningar um notkun á Git krefjast sinnar eigin greinar. Þó er hægt að afreka mikið með einföldustu skipunum. Í stað þess að leiðbeiningar séu endurskrifaðar hér er réttast að vísa á þær sem eru þegar til:

https://try.github.io

https://www.youtube.com/watch?v=HVsySz-h9r4