Upplýsingatækni/Að nota Gimp

Notkun á Gimp myndvinnsluforriti

breyta

GIMP er myndvinnsluforrit sem hefur svipaða virkni og hið þekkta forrit Photoshop. Kosturinn við GIMP er að það er einfalt í notkun og er „open source“ hugbúnaður sem gerir það að verkum að notendur geta sótt og notað forritið sér að kostnaðarlausu, heimasíðu forritsins er hægt að nálgast hér.

Eftirfarandi myndbönd og texti eru einfaldar leiðbeiningar um notkun forritsins. Einnig verður farið í hvernig kennarar og nemendur geta nýtt sér þetta forrit við nám og störf.


 1. Minnkun mynda, bæði stærð og gæði
  1. Velja File - open: Finna þar myndina sem á að vinna með. Einnig er hægt að draga úr möppu yfir á Gimp.
  2. Fara í Image – Scale Image: Undir Image size er hægt að velja breidd (width) og hæð (height). Athugið að Gimp breytir hlutföllum á móti. Þ.e.a.s. ef hæð er breytt, breytir Gimp breiddinni í hlutfalli við hæð. Ef breyta á gæðum myndar er hægt að breyta resolution úr 300.000 í 72.000. Þetta er þó yfirleitt óþarfi. Því næst er valið scale.
  3. File – Save as: Slá inn nafn myndar ef á að breyta og viðeigandi möppu ef ekki sú sama. Muna að hafa quality í 100.
 2. Klippa til myndir
  1. Velja File - open: Finna þar myndina sem á að vinna með. Einnig er hægt að draga úr möppu yfir á Gimp.
  2. Velja „crop tool“ til vinstri.
  3. Vinstri smella með mús yfir mynd og velja það sem á að klippa, þ.e.a.s. svæðið sem á að nota og tvísmella. Þá ætti einungis að sjást sá hluti sem valinn var.
  4. File – Save as: Slá inn nafn myndar ef á að breyta og viðeigandi möppu ef ekki sú sama. Muna að hafa quality í 100.
 3. Setja texta inn á myndir
  1. Velja File - open: Finna þar myndina sem á að vinna með. Einnig er hægt að draga úr möppu yfir á Gimp.
  2. Velja „text tool“ til vinstri.
  3. Vinstri smella með mús yfir mynd og velja það svæði þar sem textinn á að vera.
  4. Skrifa textann í gluggann sem birtist.
  5. Velja letur (font), stærð (size), og lit (color) textans. Þessa valmöguleika er að finna undir hnöppunum sem eru að ofan.
  6. File – Save as: Slá inn nafn myndar ef á að breyta og viðeigandi möppu ef ekki sú sama.
  7. Smella á „export“ og muna að hafa quality í 100.


Að geta minnkað myndir eða klippt þær til er afar gagnlegt, bæði fyrir kennara og nemendur. Oft eru upprunalegu myndirnar mjög stórar, 3 – 5 mb hver, eða þær sýna óþarflega mikið. Til að þær verði hnitmiðaðri, áhugaverðari og auðveldara sé að miðla þeim er gott að geta nýtt forrit eins og GIMP til að minnka þær og klippa eftir þörfum.

Kostir fyrir kennara og nemendur

breyta

Kennarar geta nýtt sér þetta þegar verið er að gera glærusýningu sem þarf að dreifa til allra en oft er ekki hægt að senda skjöl á milli sem eru stærri en 10 mb. Einnig geta kennarar nýtt sér þann möguleika á að setja texta inn á myndirnar, hvort sem það er vegna skýringa á því sem er á myndinni eða höfundarréttur kennara.

Nemendur geta hinsvegar nýtt þetta þegar verið er að vinna með verkefni og gerð krafa um að hafa hluta af efninu sé myndrænt. T.d. ef fjallað er um rósir og liti þeirra, þá er hugsanlega hægt að skeyta saman fjórum myndum í eina sem sýna smá flóru. Eða setja skýringartexta eða höfundarrétt nemanda.

Viðmót forritsins

breyta

Myndvinnsluforritið Gimp er mjög öflugt tól sem hentar vel í alla myndvinnslu. Forritið vinnur fyrst og fremst með pixla eða bitmapmyndir en hægt er að nota það til fjölda annarra verka.Forritið nýtist helst í að vinna með stafrænar ljósmyndir, til að gera stafræna list eða t.d. til að gera sitt eigð “logo”. Þó svo að Gimp vinni aðallega með bitmapmyndir þá ræður það við vektormyndir líka. Til þess þarf að hala niður viðbót sem heitir GFIG og Path tólið. Viðmótið í Gimp er svipað og í öðrum myndvinnsluforritum eins og t.d. Photoshop og því ætti að vera auðvelt fyrir þá sem hafa reynslu af Photoshop að byrja að nota GIMP. Hér má sjá skjámyndir af hvernig GIMP lítur út.

Skipta má forritinu upp í þrjá hluta.

 • Myndaglugginn (Image window) - Fyrst er það myndaglugginn, en þar birtast þær myndir sem opnaðar eru í forritinu. Þar er einnig að finna fellivalmyndir sem eru flýtivalmyndir í flestar aðgerðir í forritinu.
 • Tólakassinn (Toolbox) – Í tólakassanum er að finna öll helstu tól og tæki sem þarf að nota í forritinu. Þar eru t.d. tól sem notuð eru til að velja svæði á mynd, klippa eða skera mynd til, teikna eða setja inn texta. Ef músahnappurinn er látinn dvelja fyrir ofan eitthvað tól þá birtist útskýring á tólinu og svo hvaða flýthnappur á hnappaborðinu kallar á viðkomandi tól.
 • Gluggapallettan (Dialogs submenu) – Gluggapallettan er í rauninni safn af mörgum palletum en þær helstu eru lagapallettan, afturkallannapallettan, og litarásapallettan.

Smellið hér til þess að sjá myndband þar sem farið er í viðmót forritsins og það útskýrt.

Litarásir

breyta

Gimp 2.2.X skilur þrjár gerðir litahami:

 • RGB litaham (Rauður, grænn og blár)
 • Gráskala
 • Index litaham

Í GIMP er sjálgefið að myndir opnist í RGB litahaminum. Í RGB litahaminum eru þrjár rásir, einn fyrir hvern lit, og er þessum þremur litum svo blandað saman til þess að mynda aðra liti eins og gulan,cyan og magneta.
Hver rás hefur gildi frá 0-255 og allar rásirnar eru með gildið 0 þá fáum við hvítan en ef allar rásirnar eru með gildið 255 þá fáum við svartan.
Frekari útskýringar á RGB litahaminum á ensku.

Að gera mynd svarthvíta

breyta

Eins og með svo margt annað í eru margar leiðir til þess að gera sama hlutinn í GIMP. Til dæmis eru nokkrar leiðir til þess að gera mynd svarthvíta. Við ætlum að skoða eina af þessum leiðum og gera mynd svarthvíta með Channel Mixer (Rásablandaranum).

 • Við þurfum að byrja á því að opna mynd með því að fara í File - Open.
 • Það sem er best að gera fyrst er að gera afrit af grunnlaginu með því að smella á Create duplicate á lagapalletunni.
 • Þá er komið nýtt lag sem við munum vinna á. Með þessu móti munum við ekki skemma upphaflega lagið á myndinni.
 • Því næst ætlum við að fara í gera myndina svarthvíta. Smellt er á Colors – Components – Channel Mixer.
 • Veldu Components.* Veldu þar Channel Mixer.
 • Nú opnast Channel Mixer glugginn. Þarna er hægt að stilla hverja litarás fyrir sig og þannig eiga við litasamsetninguna.
 • Smelltu á Monochrome. * Taktu eftir að í Preview glugganum að myndin er orðin svarthvít.
 • Staðfestu valið með því að smella á OK.

Nú er myndin orðin svarthvít. Hægt er að vinna frekar með litina á þessu stigi. Hægt er t.d. að auka contrastinn eða lýsa eða dekkja myndina eftir þörfum.Myndin er á sér lagi og því eigum við alltaf afrit af upphaflegu litmyndinni.

Fleiri notkunarmöguleikar

breyta

Lengi er hægt að telja upp virknina sem er fyrir hendi en þetta eru ef til vill þeir sem yrðu nýttir hvað mest og tekur styttri tíma. Að sjálfsögðu er velkomið að bæta við þennan stutta lista.


Tenglar

breyta

Carlos Ferrer leiðbeiningar um Gimp o.fl