Upplýsingatækni/Að nota Fortnite

Hvað er Fortnite?

breyta

Fortnite er skotleikur þar sem markmiðið er að halda sér á lífi sem lengst og drepa alla leikmenn í borðinu þar til eitt lið stendur eftir sem sigurvegari. Leikurinn er blanda af skotleik og byggingaleik, þar sem hægt er að skjóta til þess að útrýma andstæðing og byggja mannvirki til að verja sig frá árásum. Það er hægt að spila nokkrar mismunandi útgáfur leiknum, en vinsælasta útgáfan kallast Battle Royale, sem er í boði án endurgjalds. Leikurinn bíður bæði upp á að spila einn eða með vinum sínum sem lið. Mismunandi tímabundnar útgáfur af leiknum eru einnig gefnar út reglulega (game modes), þar sem ákveðnar reglur eru settar, til dæmis að aðeins megi nota ákveðnar byssur.

Hvernig skal nálgast Fortnite?

breyta

Ein aðal ástæða fyrir vinsældum Fortnite er að hægt er spila hann án endurgjalds. Eina sem þú þarft að gera er að búa til aðgang og síðan skrá þig inn. Það er hægt að spila Fortnite á mismunandi vélum (cross platform). hægt er að spila leikinn á PC, Playstation, Nitendo Switch, Xbox, Mac, farsímum og spjaldtölvum.
Hægt er að fylgja leiðbeiningunum hér til þess að setja upp Fortnite á öllum vélum: https://www.epicgames.com/fortnite/en-US/faq

Hvernig nýtist Fortnite í kennslu?

breyta

Samskipti

breyta

Leikurinn hjálpar krökkum að æfa sig í samskiptum þar sem þau þurfa stanslaust að vera að tala saman til þess að ná sem bestum árangri.

Samvinna

breyta

Samvinna skiptir öllu máli í Fortnite. Krakkarnir læra að vinna saman og með góðu samspili er hægt að vinna leiki auðveldlega.

Sköpunargleði

breyta

Það er hægt að fara í útgáfu af leiknum sem kallast Creative mode þar sem krakkarnir hafa frelsi til þess að skapa allt sem þeim sýnist. Það er hægt að búa til heilu þorpin og bjóða síðan vinum sínum að skoða og spila með sér.