Upplýsingatækni/Að nota Flickr

Myndasíðan Flickr er ein vinsælasta myndasíðan á Netinu. Það sem er í boði fyrir notendur Flickr er frír aðgangur þar sem þeir geta geymt, deilt og skoðað stafrænar myndir. Flickr er líka vefsamfélag þar sem notendur geta deilt myndum og sameiginlegum áhugamálum. Það voru Caterina Fake og Stewart Butterfield sem stofnuðu Flickr. Það var árið 2004. Síðan þá hafa milljónir manns notað vefsíðuna. Flickr hefur tvo markmið: gera fólki auðveldara að deila myndunum sínum með fólkinu sínu og að gera fólki kleift að skipuleggja myndir og myndbönd á nýjan hátt.

Fyrsta skref er að stofna reikning á Flickr.com. Það er frítt og tekur um 5 mínútur. breyta

1.Farðu á vefsíðuna http://www.Flickr.com 2.Smelltu á tengil sem er staðsettur efst í hægra horni, sem segir "Create Your Account"´ 3.Ef þú ert ekki með Yahoo netfang þá þarftu einnig að stofna Yahoo reikning, þú smellir á tengilinn "Sign Up" til að sækja um frían aðgang. Þú getur einnig notað önnur netföng eins og til dæmis gmail 4.Fylltu inn þær upplýsingar sem beðið er um í næstu þremur skrefum. 5.Ef þú ert einnig að stofna nýjan Yahoo reikning þá færðu tvo netbréf sent: staðfestingarbréf með tengli sem þú þarft að smella á til að virkja reikninginn þinn og annan póst þar sem er tengill til að smella á til að staðfesta netfangið þitt. Þú þarft að opna báða póstana og staðfesta með því að smella á linkana. 6.Núna geturu farið að nota Flickr reikninginn þinn. • Eftir að þetta tekst færðu póst þar sem stendur: Hi xxxxx! Thanks for joining! Here’s your account information. Þú getur smellt á "account" til að fara beint inn á Flickr reikninginn þinn eða farið á heimasíðu Flickr til að skrá þig inn!

Annað skref er að hlaða inn myndum á heimasíðu Flickr breyta

1.Byrjar á því að smella á tengilinn "Upload Photos". 2. Síðan smellirðu á tengilllin "Choose Photos". 3. Svo velur þú myndirnar sem þú vilt setja inn á flickr reikninginn þinn • Til að velja fleiri en eina mynd í einu þarftu að halda niðri "Ctrl" takkanum á tölvunni og smella svo á þær myndir sem þú vilt setja á Flickr. 4. Þegar þú ert búin að velja allar myndirnar sem þú vilt færa inn á Flickr þá smelliru á "Open"." 5. Síðan velur þú hverjir geta séð myndirnar þínar • Aðeins þú sjálfur • Þú, vinir þínir og fjölskylda. Þeir þurfa að vera notendur á Flickr til að þú getir opnað myndirnar fyrir þá að sjá. • Allir, þú getur haft myndirnar opnar fyrir öllum. Þannig geta allir sem leita á Flickr síðunni séð myndirnar þínar. 6. Smelltu svo á "Upload Photos". 7. Þegar þú ert búin að hlaða myndunum inn á Flickr þarftu að lýsa myndunum þínum 8. Gefðu hverri mynd titil, stutta lýsingu og merktu þær. • Best er að merkja hverja og eina mynd með einu orði sem lýsir myndinni. Þú getur síðan leitað að myndum eftir því hvernig þær eru merktar þannig að merktu þær á þann hátt að þú getir auðveldað þér leitina. 9. Þegar þessu er lokið þá þarftu að smella á "Save this Batch", þá ertu búin að festa myndirnar á síðunni Flickr(Mahalo.com, 2010).

Hugmyndir fyrir kennara breyta

Kennarar geta notað Flickr til að deila myndum með nemendum. Kennari getur til dæmis opnað sér reikning á Flickr fyrir bekkinn og haft stillt hann þannig að aðeins nemendurnir sjálfir geti skoðað myndirnar. Sögukennarar geta til dæmis látið söguna lifna við með því að biðja nemendur að leita af myndum t.d á google eða flickr af ákveðnum atburði í sögunni, síðan er hægt að safna þeim myndum saman á einkasíðu bekkjarins á Flickr. Nemendur geta skrifað við hverja mynd athugasemdir, t.d að merkja þær nafni atburðar (Teachers network, 2010).  

Heimildir breyta

Mahalo.com. (2010). How to use flickr basics and beyond. Sótt 30. Nóvember 2010 af : http://www.mahalo.com/how-to-use-flickr-basics-and-beyond

Teachers network. (2010). Using Flickr.com in the classrom. Sótt 7.desember 2010 af : http://www.teachersnetwork.org/ntny/nychelp/technology/flickr.htm