Upplýsingatækni/Að nota Facebook Messenger
Hvað er Facebook Messenger?
breytaFacebook Messenger er samskiptaforrit sem allir meðlimir síðunnar Facebook geta notað. Hægt er að nýta þetta forrit í bæði snjallsímum og á tölvum. Í þessu forriti er hægt að tala við aðra einstaklinga eða búið til spjallhóp og talað við marga notendur í einu. Hægt er að deila myndum, myndböndum, hljóðskrám eða sent litlar skrár í gegnum forritið. Það sem Facebook hefur fram yfir önnur sambærileg forrit er fyrst og fremst fjöldi notenda og annars vegar er þetta eitt þróaðasta samskiptaforritið á markaðinum.
Hvernig skal nálgast Facebook Messenger?
breytaHægt er að nota Facebook Messenger í gegnum aðalsíðuna þeirra, https://facebook.com/ Hægt er að nálgast appið í gegnum "Appstore" eða "Play Store" í snjallsímanum og leita að "Messenger". Eftir því þarf að sækja það og setja það upp í símanum. Að lokum þarf að skrá sig inn á Facebook aðganginn sinn eða búa til nýjan.
Hvernig er hægt að nota Facebook Messenger við kennslu?
breytaKennarar geta búið til mismunandi "group chat" fyrir mismunandi áfanga sem þeir kenna. Þar geta nemendur spurt kennara áríðandi spurninga sem bæði kennari eða aðrir nemendur geta haft svör við. Hægt er að senda myndir og litlar skrár sem geta komið sér vel fyrir við útskýringar eða spurningar. Kennarar geta líka sent tilkynningar eða upplýsingar.