Upplýsingatækni/Að nota Endnote
Hvað er Endnote?
breytaEndnote er forrit sem geymir og finnur heimildir í eigin heimildasafni. Það útbýr heimildir í handriti samkvæmt viðurkenndum stöðlum sem og býr til heimildaskrá. Einnig er hægt að geyma myndir og skrár í forritinu sem tengjast þá tilvísunum. Jafnframt er hægt að fá forritið til að leita í gagnasöfnum og hlaða inn tilvísunum inn í eigið tilvísanasafn. Þar sem forritið er gríðarstórt og mikið hægt að gera í því verður einungis farið í grundvallaratriðin hér í þessari kynningu. Skrifaðar hafa verið heilu bækurnar um notkun á Endnote sem og góðar leiðbeiningar á ensku á Endnote heimasíðunni (sjá neðst á þessari síðu).
Endnote er ekki ókeypis forrit. Því er þó hægt að hlaða niður og prófa í 30 daga frítt af http://endnote.com/endemo.asp Annars eru flestir háskólar með samning um notkun á Endnote þar sem hægt er að hlaða niður fullu forriti frítt.
Leiðbeiningar um notkun
breytaUpplagt er að æfa sig í Endnote með því að nota safnið Paleo sem fylgir með forritinu. Þú finnur það inn í möppunni Endnote - Examples.
Að opna tilvísanir og loka þeim
breytaÞegar þú vilt opna eina tilvísun í einu:
Tvísmella með músinni á tilvísunina eða: nota örvarnar á lyklaborðinu og ýta á enter eða: vélrita fyrstu stafi í höfundarnafni og ýta á enter eða: sverta tilvísun, opna References valmyndina uppi á stikunni og velja Edit References. Til að loka tilvísuninni ýtir þú á X efst í hægra horninu á glugganum.
Að stofna eigið nýtt tilvísanasafn
breytaFile - New - Gefa nafn - Save.
Að setja handvirkt inn nýja tilvísun
breytaAth: Ekki nota neina punkta, kommur eða önnur greinarmerki, breyta letri osfr nema að slíkt sé hluti titla. Þú setur einungis inn hráar upplýsingar og lætur svo Endnote um afganginn!
Valinn er flipinn sem sýndur er á myndinni hér að ofan og þá opnast svona gluggi:
Inn í þennan glugga eru settar inn þær upplýsingar sem nauðsynlegar eru eftir því hverskonar heimild um ræðir. Fyrst er valið hvernig heimild þetta er í felliglugganum efst og síðan fyllt inn í þá reiti sem þarf:
Lykilupplýsingar (fyrir næstum allt)
breyta- Höfundur/ar (author): Setja inn helst fullt nafn, líka á erlendum höfundum.
Erlendur höfundur: persónunafn eftirnafn (Angelika Kraemer) eða: Eftirnafn, persónunafn (Kraemer, Angelika) Íslenskur höfundur: persónunafn eftirnafn, (Kristín Sigurðardóttir,) Ef fleiri en einn höfundur þá ýtir þú á enter og setur næsta höfund í næstu línu. Ef höfund vantar þá skrifar þú bara Án höfundar,
- Titill á efni (title): Hér setur þú titilinn á efninu sem þú ert með alveg eins og það er skrifað í heimildinni sjálfri.
- Ártal (year): Hér kemur ártalið á heimildinni. Ef ártalið vantar þá setur þú inn annað hvort Án ártals eða E.d. (ekki dagsett).
- Vefslóð (URL): Hér kemur vefslóðin á efninu og síðan er einnig sett inn í access date, dagsetning þegar farið var inn á slóðina (t.d. 15. febrúar 2010).
Fræðigrein (journal article)
breyta- Tímaritstitill (journal): Skrifa heiti greinarinnar eins og hún stendur í heimildinni. Dæmi: Journal of Educational Research eða Netla - veftímarit um uppeldi og menntun
- Árgangur (volume): Hér skrifar þú inn árganginn á fræðiritinu, t.d. 11
- Tölublað (issue): Hér skrifar þú inn númer hvað tölublaðið er, t.d.
- Blaðsíðutal (pages): Hér kemur inn blaðsíðutalið á greininni, t.d. 35-40
Bækur (books)
breytaTil viðbótar við lykilupplýsingarnar:
- Útgáfustaður (City): t.d. London eða Upper Saddle River, NJ
- Útgefandi (Publisher): t.d. University of Minnesota Press eða Pan Books
Bókakafli í ritstýrðri bók (book section)
breyta- Höfundur kaflans er author
- Titill kafla er title
- Ritstjórar (editors), fyllt inn í eins og inn í höfundareitinn
- Blaðsíðutal (pages)
Lokaritgerð háskóla (thesis)
breyta- Hvernig ritgerð (thesis type): T.d. BS-ritgerð eða B.Ed.-ritgerð
- Háskóli (university)
- Borg (city)
Vefur (web page)
breyta- Gefa lykilupplýsingar, geta verið án höfundar þegar um er að ræða heimasíðu stofnunar eða verkefnis - láta þá höfundarreit vera auðan
- Hvenær síða var uppfærð ef kemur fram (last update date)
Grein í dagblaði
breyta- Lykilupplýsingar ath. blaðamaður = höfundur
- Dagsetning útgáfu (issue date): t.d. 6. ágúst
- Titill dagblaðs (newspaper).
- Blaðsíðutal (pages)
- Gagnagrunnur (database): Ath, setja í þgf. t.d. gagnasafni Morgunblaðsins.
Námsskrá
breyta- Hægt að setja í heimildategundina bók eða skýrslu og láta höfundarreitinn vera auðan.
Að tengja grein við heimildakerfið
breytaHægt er að draga grein á pdf formatti yfir í réttan dálk. Þá er þessi grein tilbúin þarna og hægt að opna í gegnum Endnote þegar þess þarf.
Aðrir möguleikar
breytaEinnig er hægt að tengja saman Word og Endnote þannig að hægt sé að setja inn tilvísanir í Word skjal um leið og unnið er. Það kallast Cite While You Write. Hér verður þó ekki farið nánar í það en bent er á frekari leiðbeiningar hér neðst.
Notkun í námi og kennslu
breytaEndnote nýtist vel í námi og jafnvel við kennslu. Það auðveldar nemendum að halda utan um heimildir sínar en það nýtist kannski einna best á háskólastigi þar sem nemendur safna oft saman mikið af heimildum. Endnote kemur skipulagi á eitthvað sem áður hafði verið mikil óreiða. Einnig auðveldar Endnote vinnu við ritgerðir og önnur skrif, bæði við notkun á tilvísunum í texta sem og við gerð heimildarskrár. Hægt væri að nota Endnote í kennslu, þ.e. að kenna nemendum að nota slíkt forrit.