Upplýsingatækni/Að nota Edmodo
Hvað er Edmodo?
breytaEdmodo er vefsíða sem einbeitir sér að kennslutækni og býður upp á vettvang fyrir samvinnu, samskipti og kennslu fyrir K-12 skóla og kennara á einfaldan hátt.
Að nota Edmodo
breytaFyrir kennara
breytaKennarar geta notað Edmodo til að setja fyrir verkefni, gefa einkannir fyrir verkefni og deilt efni fyrir nemendur. Edmodo er þægilegur vettvangur fyrir kennara að koma efni á hraðvirkan máta til hópa af öllum stærðum.
Fyrir nemendur
breytaNemendur geta notað Edmodo til að fá aðstoð frá kennurum og nemendum, deilt hugmyndum sín á milli og gefa hjálplegar ráðleggingar. Edmodo er fljótlegt og einfalt fyrir nemendur að senda skilaboð til einstakra nemenda og hópa.
Uppsetning
breytaEdmodo er heimasíða og þarf því ekki neitt ákveðið forrit. Til að byrja á Edmodo er farið á þessa síðu og skráð sig inn sem nemandi, kennari eða foreldri fyrir yngri nemendur. Einnig er hægt að skrá sig inn með google og Office 365 aðgangi. Kennarar búa þar til hóp fyrir hvert námskeið og fá hópkóða sem þeir deila til nemenda sem þeir nota til að ganga í hópinn.