Upplýsingatækni/Að nota Discovery Puzzle Maker


Discovery Puzzle Maker

breyta

Discovery Puzzle Maker er frítt vefforrit sem leyfir notanda að búa til gátur, krossgátur og orðaleitir sér að kostnaðarlausu. Forritið er mjög einfalt í notkun og ekki þarf að hlaða neinu niður.Leiðbeiningar eru einnig mjög skýrar eftir að tegund gátu hefur verið valin.

Discovery Puzzle Maker til kennslu

breyta

Gátugerðarforritið gæti hentað mjög vel til ýmissar kennslu. Sem dæmi um notkun gæti Word Search hentað sem stuðningur við orðaforða og jafnvel stafsetningu, Criss-Cross til að finna samheiti í bæði erlendum tungumálum sem og í íslensku. Einnig gæti Math Squares hentað vel sem stuðningur við stærðfræði kennslu. Auk þess áðurnefnda er hægt að gera völundarhús, falin orðatiltæki og málshætti svo eitthvað sé nefnt.

Leiðbeiningar

breyta

1. Farið inn á síðuna með forritinu [1]

2. Veljið tegund gátu

  • Word Search - Orðaleit
  • Criss-Cross - Þvers og kruss
  • Double Puzzles - Tvöfalt þvers og kruss
  • Fallen Phrases - Falinn orðafrasi
  • Math Squares - Stærðfræði þraut
  • Mazes - Völundarhús
  • Letter Tiles - Orðaarugl
  • Cryptograms - Dulkóða þraut
  • Number Blocks - Samlagningar þraut
  • Hidden Message - Falin skilaboð

3. Fylgið leiðbeiningunum sem koma skref fyrir skref

Heimild: http://puzzlemaker.discoveryeducation.com/

Unnið af Öldu Smith