Upplýsingatækni/Að nota Dev-C++
Dev-C++ er ókeypis, samþætt þróunarumhverfi sem er dreift undir GNU (General Public License) fyrir forritun í C og C ++. Það er skrifað í Delphi. Í Dev-C++ geta notendur skrifað, þýtt og keyrt kóða. Það sem Dev-C++ hefur fram yfir önnur þróunarumhverfi er DevPaks. DevPaks eru viðbætur í forritunarumhverfinu sem innihalda auka library, sniðmát og tól.
Það er hægt að keyra Dev-C++ á tveimur stýrikerfum, Microsoft Windows og Linux.
Kennsla
breytaÞað er hentugt að nota Dev-C++ við kennslu á forritunarmálunum C og C++ vegna þess hve einfalt viðmótið er. Þegar forritun er kennd skiptir miklu máli að viðmótið sé einfalt í notkun og þar sem að það er hægt að stilla viðmótið eins og best hentar hverju sinni er Dev-C++ kjörið til kennslu. Dev-C++ er mjög góður kostur bæði fyrir byrjendur og lengra komna í forritun. Það er einnig kostur að hugbúnaðurinn sé frír.
Sækja Dev-C++
breytaKröfur
breyta- Windows 95 eða nýrra.
- 32 MB af vinnsluminni (RAM).
Til að sækja Dev-C++, klikkaðu hér.
Fyrsta forritunarverkefnið í C++
breytaÞegar notandi hefur náð í Dev-C++ er hægt að byrja að forrita. Til að búa til nýtt verkefni (file) í Dev-C++ er eftirfarandi gert:
- File -> New -> Source file
- File -> Save as -> nafn.cpp (fyrir forritunarmálið C++)
Strúkturinn:
include <iostream>
using namespace std;
int main() {
cout << "Hello World!";
return 0;
}
Þetta forrit prentar út Hello world! Til að þýða verkefnið er klikkað á compile og til að keyra það er klikkað á run.
Fyrsta forritunarverkefnið í C
breytaÞegar notandi hefur náð í Dev-C++ er hægt að byrja að forrita. Til að búa til nýtt verkefni (file) í Dev-C++ er eftirfarandi gert:
- File -> New -> Source file
- File -> Save as -> nafn.c (fyrir forritunarmálið C)
Strúkturinn:
#include<stdio.h>
int main() {
printf(“Hello World\n”);
return 0;
}
Þetta forrit prentar út Hello world! Til að þýða verkefnið er klikkað á compile og til að keyra það er klikkað á run.