Upplýsingatækni/Að nota Coursera

Hvað er Coursera?

breyta

Coursera er nokkurs konar "háskóli" á netinu þar sem hægt er að kynna sér ýmiss viðfangsefni á háskólastigi og klára heilu áfangana. Allir áfangar eru ókeypis og ásamt fyrirlestrum og greinagóðum útskýringum á viðfangsefninu þá eru alltaf stutt "próf" í lok hvers fyrirlestrar til þess að athuga hvort efnið hafi skilað sér.

Hvernig nota kennarar Coursera?

breyta

Tilgangurinn með því að taka fyrirlestra upp er einfaldlega sá að hægt er að gera hann fullkominn. Og bara einu sinni. Það er hægt að gera efnið mjög skiljanlegt og svo þarf aldrei að halda fyrirlesturinn aftur. Það á svo sem ekki við um áfanga þar sem efnið er síbreytilegt, en ef notast er við sama efnið ár frá ári í áfangagnum þá er mjög hentugt að geta tekið hann upp einu sinni og svo jafnvel endurskoða hann eftir 5 ár.

Hvers vegna að nota Coursera við kennslu?

breyta

Vegna þess að ótrúlega miklum tíma er eytt í dag að fá nemendur til þess að mæta á fyrirlestra snemma á morgnanna þar sem það getur verið erfitt að halda einbeitingu. Með því að útbúa hinn "fullkomna" fyrirlestur og hlaða upp á netið þá geta nemendur horft á þá þegar þeim hentar, og svo í stað tímans sem vanalega fer í fyrirlestur, þá er hægt að hafa tíma til þess að svara spurningum sem gætu komið upp, eða til þess að aðstoða nemendur með verkefni.