Upplýsingatækni/Að nota CodeBlocks
CodeBlocks
breytaCodeBlocks er þróunarumhverfi sem þú getur fengið frítt á netinu. Í CodeBlocks geturu skrifað kóða, þýtt þá og keyrt. CodeBlocks styður marga þýðendur, þar á meðal GCC sem gerir það kjörið fyrir C++ forritun. Einnig er hægt að keyra CodeBlocks á mörgum stýrikerfum eins og Windows, Linux og macOS.
Hvar færðu CodeBlocks
breytaHægt er að nálgast CodeBlocks á síðunni þeirra: CodeBlocks
Hvers vegna CodeBlocks?
breytaCodeBlocks hefur það fram yfir mörg forritunarumhverfi að það er tiltölulega létt í keyrslu og frekar auðvelt í notkun. CodeBlocks er ágætur byrjunarpunktur þegar það er verið að koma fólki inní C++ forritun.
Búa til verkefni
breytaTil að búa til nýtt verkefni í CodeBlocks er gott að velja File -> New -> Project. Velja þar Console Application. Síðan er valið forritunarmál og þá býr CodeBlocks til grunn grind fyrir þig til að byrja forrita í. Til að þýða forritið þá ýtiru á gula tannhjólið og til að keyra það ýtiru á græna "play" takkann.