Upplýsingatækni/Að nota CodeAcademy
Hvað er CodeAcademy
breytaCodeAcademy er vefsíða þar sem hægt er að læra grunninn í mörgum af vinsælustu forritunarmálum í heimi. Hægt er að skrá sig á vefsíðuna ókeypis og velja úr fjölda námskeiða.
Hvernig nota kennarar CodeAcademy
breytaNámskeiðin skiptast niður í erfiðleikastig og nemendur geta byrjað á námskeiði, til dæmis inn í kennslustofu, skráð sig svo inn heima hjá sér og haldið áfram að vinna frá þeim stað er frá var horfið. Grunnatriði forritunarmálsins eru útskýrð í byrjun og svo er nemendum leyft að spreyta sig í fyrstu forritunar skipunum sínum. Síðan er gagnvirk, forritað er í vafra og fær nemandi að halda áfram á næsta stig námskeiðsins eftir að hafa sett inn réttar skipanig. Ef nemenda tekst ekki að skrifa réttar skipanig er hægt er að fá vísbendingar um hver næsta skipun er.
Hvers vegna að nota CodeAcademy við kennslu?
breytaCodeAcademy er sniðug leið til að sýna nemendum hvað forritun er og leyfa þeim að prófa sig áfram í mismunandi forritunarmálum án þess að þurfa að hlaða niður hugbúnaði á tölvur.