Upplýsingatækni/Að nota ChemDraw

Hvað er ChemDraw plugin? breyta

Með ChemDraw plugin getur þú séð myndir sem teiknaðar eru með Chemdraw forritinu. Einnig getur maður teiknað lífrænar sameindir með aðstoð tækjaslár og lítils glugga sem hægt er að teikna í.

Hvernig er hægt að nýta Chemdraw í kennslu? breyta

Það er mjög þægilegt að getað teiknað sjálfur myndir af lífrænum sameindum í stað þess að þurfa að leita að myndum á netinu í hvert skipti sem þörf er á mynd af lífrænni sameind.

Helstu kostir breyta

Forritið gefur möguleika á því að finna sameindaformúlu þess sem teiknað hefur verið. Einnig leyfir forritið ekki rangar myndir þ.e. of mörg tengi á t.d. kolefni.

Hvað geri ég til að fá aðgang? breyta

Hægt er að fá tveggja vikna frían aðgang að ChemDraw hjá framleiðanda forritsins. http://www.cambridgesoft.com/software/ChemDraw/