Upplýsingatækni/Að nota Astroviewer
AstroViewer 3.1.3
breytaAlmennar upplýsingar
breytaAstroViewer er forrit sem gagnast stjörnuáhugamönnum, einkum byrjendum á því sviði. Forritið er gagnvirkt stjörnukort sem sýnir þér næturhimininn á hvaða degi sem er, alls staðar á jörðinni, á fljótlegan og auðveldan hátt. Hægt er að skoða stjörnuhimininn fram og aftur í tímann. Forritið býður auk þess upp á að geta fundið nöfn og upplýsingar um fyrirbæri eins og tildæmis stjörnur, vetrarbrautir, reikistjörnur og stjörnumerki sem sjást á himinhvolfinu. Einnig er hægt að prenta út stjörnukort og birta þrívíddarkort af sólkerfinu.
Hvar skal byrja
breytaSæktu hugbúnaðinn http://www.astroviewer.com og settu hann upp í tölvunni þinni.
Helstu aðgerðir
breytaEngar leiðbeiningar eða hjálp fylgja forritinu. AstroViewer hefur einfalt viðmót. Flestir ættu að geta lært á það og notfært sér eiginleika þess. Þú getur skipt á milli þriggja flipa:
1) Stjörnukort
breyta2) Sólkerfið
breyta3) Reikistjörnur á himni
breytaStjörnukort
breytaÞegar forritið er opnað er flipinn Stjörnukort valinn. Þar getur þú byrjað á því að velja þá staðsetningu sem þú vilt að næturhimininn birtist þér með því að smella á hnappinn Staðsetning/Borg. Þvínæst stillir þú tímann. Þarna er líka hægt að leita að fyrirbærum og bæta við hjálparlínum með því að haka við fyrirframgefnar upplýsingar.
Sólkerfið
breytaÞegar flipinn Sólkerfið er valinn getur þú skoðað sólkerfið út frá hvaða tíma sem er. Þetta er stillt nákvæmlega eins og þegar tíminn var stilltur fyrir stjörnukortið. Einnig er hægt að bæta við hjálparlínum með því að haka við fyrirframgefnar upplýsingar. Geimför og dvergreikistjörnur er einnig hægt að bæta inn á kortið með því að haka við fyrirframgefnar upplýsingar.
Reikistjörnur á himni
breytaÞegar flipinn Reikistjörnur á himni er valinn er hægt að sjá hvenær tungið og reikistjörnurnar eru ofan sjóndeildarhrings. Eins og þegar hinir tveir fliparnir eru valdir er hægt að velja staðsetning og tíma og staðsetningu/borg.
Vista, prenta, heilskjár og næturhamur
breytaSama hvar þú ert stödd/staddur í forritinu getur þú alltaf vistað, prentað, valið heilskjá og næturham. Táknin fyrir þessar aðgerðir eru staðsettar efst í vinstra horninu á forritinu.
Hægt er að nota forritið á sjö tungumálum. Þá er valið Tungumál úr valmyndinni efst í forritinu.