Upplýsingatækni/Að nota Asana
Asana
breytaAsana er skipulagningartól sem hjálpar hópum af fólki að skipuleggja, halda utan um og stjórna vinnuni þeirra. Asana er mikið notað við skipulagningu á forritunarverkum en getur verið notað í margt fleira. Það er einnig mjög gott til þess að sjá yfirlit yfir velgengni á verkefnum. Notkun Þú getur búið til hóp inn á Asana og getur sett alla meðlimi hópsins inn. Innan við þennan hóp er hægt að búa til nýtt project þar sem þú getur valið á milli lista (list) eða borða (board). Helsti munurinn á því er bara útlitið en fer svo bara eftir því hvort þér finnst þægilegra og hvort hentar betur.
Listi
breytaHér er hægt að bæta við verkefnum (task’s) og svo ýta á þau ef þau eru búin. Einnig er hægt að skipta verkefnunum upp.
Borð
breytaHér er hægt að bæta við mismunandi dálkum sem segja til um stöðu á hverju spili fyrir sig. Hægt er að skíra þessa dálka og einnig er hægt að bæta við spjöldum. Hvert og eitt spjald er verkefni en getur haft fleiri en eitt aukaverkefni inni í sér. Svo er hægt að færa spjöldin í þá dálka sem á við.
Notkun í Kennslu
breytaÞetta tól og mörg önnur lík tól eru notuð á atvinnu markiðnum í dag. Gott er að nemendur fái reynslu á svona tólum snemma á sínu ferli og kunni að nota þau.
Kennarar
breytaÞetta er gott fyrir kennara að nota til þess að setja inn verkefni sem þarf að klára en einnig til þess að fylgjast með hvernig vinnan gengur hjá nemendum.
Nemendur
breytaHér gætu nemendur fengið betri yfirsýn yfir verkefnin sem þarf að gera og sagt til um stöðu verkefnisins.
Nálgast Asana
breytaHægt er að ná í Asana bæði á heimasíðu þeirra https://asana.com/ eða sækja appið þeirra á App Store og Google play. Aðgangur að Asana er frír.