Upplýsingatækni/Að nota Anamaker
Um forritið:
breytaForritið Anamaker er snildarforrit til að búa til þrívíddamyndir úr stafrænum ljós-myndum, það gefur nýjan vinkil á myndvinnslu. Kostir Anamaker eru hvað það er afar einfalt í notkun. Fyrsta skerfið er að mynda það sem á að setja í þrívídd. Best er að hafa myndavél á þrí-fæti. Taka þarf tvær myndir af sama hlutnum en það á að færa myndavélin 10 – 50 cm til hægri á milli mynda. Ef verið er að taka mynd innan¬¬dyra passar að færa myndavélina bara rétt um 10 cm, en ef verið er að taka landslagsmyndir þá er í lagi að færa sig til hliðar að hámarki 50 cm. Passa þarf að halda sömu fjarlægð frá myndefninu. Myndunum er síðan halað niður í tölvu og Anamaker opnað. Því næst eru myndirnar opnaðar inn í sitthvorum glugganum í forritinu sem sér svo um að setja þær saman í þrívídd. Að því búnu er hægt að vinna í myndinni, t.d. dýpka hana og breyta litum. Til að geta séð myndirnar í þrívídd þarf að hafa rauð og blá þrívíddar-gleraugu. Það er lítið mál að búa þau til og má sjá leiðbeiningar um það í kaflanum aukaefni hér að neðan.
Hvernig nær maður sér í forritið:
breytaAnaglyph Maker er frítt og má nálgast á heimasíðu Stereoeye http://www.stereoeye.jp/software/index_e.html. Það er mjög einfalt að hala því niður og ætti að vera á færi flest allra.
Hvernig er hægt að nýta Anamaker í kennslu:
breytaÞað er upplagt að nýta Anamaker í kennslu t.d. í ljósmynda¬vali sem boðið er upp á unglingastigi í mörgum skólum og svo að sjálfsögðu í ljós-mynda¬¬áföngum framhaldskólanna. En Anamaker er mjög einfalt í notkun og krefst ekki mikils tölvubúnaðar þannig að það ætti að vera lítið vandamál að vinna með það niður í yngrideildir grunnskóla. Ég sé til dæmis fyrir mér að hægt væri að nota Anamaker til að tengja saman tölvu¬kennslu og list- og verkgreinar. Börnin gætu t.d. tekið myndir af verkum sínum úr list og verk¬greinum og unnið með myndirnar í Anamaker. Þá gæti hluti af verkefninu verið að skapa sín eigin þrívíddargleraugu en upplýsingar hvernig hægt er að búa þau til eru hér að neðan í kaflanum um aukaefni.
Aukaefni:
breytaTilvalið er að föndra sín eigin þrívíddargleraugu til að geta séð myndirnar í þrívídd. Það sem þú þarft er: frekar stífur pappír, blátt og rautt sellófan, lím og skæri. Hér er hlekkur á sniði af umgjörðinni með góðum leiðbeiningum á ensku hvernig á að gera þetta. http://paperproject.org/PDF_files/3dglasses.pdf. Einnig er bara hægt að taka gömul sólgleraugu og fjarlægja úr þeim glerin og líma rautt sellófan fyrir vinstraauga og blátt fyrir það hægra. Góða skemmtun.
--Sigrún Inga Kristinsdóttir HR 2. febrúar 2010 kl. 23:37 (UTC)