Upplýsingatækni/Að nota Adium

Leiðbeiningar fyrir Adium

Hér á eftir kemur kennsluefni/leiðbeiningar um hugbúnaðinn Adium en það er samskiptaforrit fyrir Apple tölvur sem gæti gangnast kennurum. Samskipti á milli nemenda og kennara og nemendanna sjálfra eru alltaf að verða meira og meira tæknivædd og mjög margir sem nota tölvupóst til þess að hafa samskipti, hvort sem það er til að spyrja kennara spurninga eða fyrir nemendur til að hafa samskipti sín á milli vegna verkefna sem þeir eru að vinna sameiginlega. Tölvupósturinn er góður og gildur útaf fyrir sig en ég tel að Adium sé mun skilvirkara forrit til þess að eiga þessi samskipti í gegnum netið, hugbúnaðurinn svipar mjög til forritsins MSN sem margir þekkja en ég tel að Adium sé þróaðari útgáfa og er meðal annars mjög auðvelt að búa til spjallhópa þar sem margir geta skrifað í einu og það sem þátttakendurnir í spjallinu skrifa kemur strax á skjáinn hjá hinum, öfugt við það sem við eigum að venjast þegar kemur að tölvupóstinum.

1. skref, að setja upp hugbúnaðinn: Til þess að geta notað hugbúnaðinn þarf notandi að vera með virkt netfang, hafi hann slíkt þá þarf ekki annað til en að fara á google og slá þar inn “download adium for free”, þá kemur upp síða þar sem hægt er að ná í hugbúnaðinn með því að slá inn netfang og leyniorð og vista hann niður á tölvuna, netfangið og leyniorðið er svo það sem notað er til þess að skrá sig inn í forritið þegar það er komið í tölvuna.

2. skref, að bæta við vinum: Hér til hliðar er mynd af skjá þar sem að Adium forritið er opið, hér hefur mörgum notendum verið “addað” en til þess að geta haft samskipti við fólk í gegnum hugbúnaðinn þurfa báðir aðilar að vera með forritið (eða eitthvað annað svipað forrit svo sem MSN), annar aðilinn þarf að bæta hinum á vinalistann sinn og hinn þarf að samþykkja. Til þess að bæta við vini þarf að velja contact á valstikunni efst á tölvuskjánum, velja þar add contact og þá kemur upp gluggi sem biður um netfang en þar á að slá inn netfangið hjá þeim aðila sem viðkomandi vill bæta á vinalistann sinn. Þegar því er lokið skal velja done og þá birtist nýji vinurinn í Adium um leið og hann hefur samþykkt vinabeiðnina. 2.jpg.png

3. skref, að byrja spjallið: Til þess að byrja að tala við einhvern af vinunum þurfa báðir aðilar að vera virkir á þeim tíma sem spjallið fer fram en það sé maður á því að þeir sem eru virkir eru grænir, þeir sem eru “online” án þess að vera virkir eru rauðir eða gulir eftir því hvort þeir eru uppteknir eða fjarverandi og að lokum þeir sem eru ekki með kveikt á forritinu eru gráir. Þegar báðir eru grænir þarf aðeins að tvíklikka á vininn og þá birtist glugginn sem er hægramegin á myndinni hérna fyrir ofan, neðsta línan á glugganum er svo til þess að skrifa það sem maður vill senda, þegar textinn hefur verið skrifaður þarf bara að ýta á enter og þá sendist textinn til viðmælanda. 3.jpg.png

4. skref, að skipta vinum niður í hópa Þegar notandi er kominn með stóran hóp af vinum inn á forritið getur verið erfitt að finna þann sem á að spjalla við, til þess að auðvelda þetta er mjög gott að skipuleggja sig með því að skipta vinunum í hópa, t.d. eftir því með hverjum maður er að vinna í hóp í það og það skiptið. Til þess að búa til hóp er farið í view á valstikunni og þar á að velja “create group”, þegar nafn hefur verið valið á hópinn á að velja done og þá birtist hópurinn í Adium. Til þess að færa vini inn í einhvern áhveðinn hóp þarf aðeins að draga hann til og þá inn í hópinn sem stofnaður var.

5. skref, að fara “offline” og vera upptekinn Efst í Adium glugganum birtist lítill flipi þar sem hægt er að birta nafn notanda, með því að smella á þennan flipa er síðan hægt að velja um að vera “available”, “away” (fjarverandi), “busy” (upptekinn) og “offline”. Þessir valkostir eru til margs nýtilegir en vinir viðkomandi sjá til að mynda hvaða staða er á honum. Rétt er að benda á að það er hægt að senda skilaboð til aðila þó svo að hann sé upptekinn eða fjarverandi en sá hinn sami veit hinsvegar að hann fær mögulega ekki svar þar sem viðtakandi skilaboðanna er annað hvort upptekinn eða ekki við tölvuna. Til þess að skrá sig út af Adium þarf svo einfaldlega að ýta á þennan umrædda flipa og velja “offline”.